Innlent

Magnus Carlsen efstur

Norðmaðurinn Magnus Carlsen er efstur á Reykjavíkurskákmótinu sem stendur. Hann er með þrjá vinninga þegar flestum skákum þriðju umferðar er lokið en Þröstur Þórhallsson sem vann tvær fyrstu skákir sínar situr enn að tafli gegn franska stórmeistaranum Igor-Alexander Nataf.

Nokkuð var um óvænt úrslit í kvöld. Halldór Brynjar Halldórsson, sem hefur 2.226 Elo-stig lagði úkraínsku skákkonuna Inna Gapoponenko sem hefur 2.437 stig og Héðinn Steingrímsson náði jafntefli við Pentala Harikrishna sem er þriðji stigahæsti keppandi mótsins og hefur rúmlega 200 stig á Héðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×