Innlent

Setuverkfall á dvalarheimilum

MYND/Róbert

Á morgun miðvikud 29. mars hefst seturverkfall hjá ófaglærðum starfsmönnum sem starfa hjá Hrafnistu í Reykjavík, Hrafnistu Hafnarfirði, Vífilsstöðum, Víðinesi, dvalarheimilunum: Grund, Ás í Hveragerði, Sunnuhlíð og Skógarbæ.

Í tilkynningu frá starfsfólkinu segir að aðgerðirnar nái til um 900 starfsmanna sem sinna ummönnum, ræstingu, eldhúsi og þvottahúsi. Með þessu vilji starfsfólkið mótmæla þeim launamun sem er á milli þessara heimila og heimila sem starfa eftir kjarasamningum Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×