Innlent

Bíósýningar, goðafræði og gamlir jeppar á frímerkjum

Íslandspóstur gefur út þrjár frímerkjaraðir á morgun. Myndefnin á þeirri fyrstu tengjast bíósýningum og kvikmyndagerð á Íslandi. Smáörk kemur út í samnorrænu röðinni Goðafræði og er þetta er í annað sinn sem Norðurlöndin gefa út frímerki sameiginlega um þetta efni.

Loks eru gefin út tvö hefti þar sem myndefnið er fyrstu jepparnir sem fluttir voru hingað til lands.



Bíósýningar í 100 ár

Fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi, Fjalakötturinn, sem einnig var þekkt meðal þjóðarinnar sem Reykjavíkur Biograftheater eða einfaldlega Bíó, var opnað með pomp og prakt 2. nóvember 1906.



Náttúruvættir

Norðurlanda-frímerkin svonefndu, sem Norðurlöndin gefa sameiginlega út, tengjast norrænni goðafræði og eru í þremur hlutum sem koma út á tveggja ára fresti. Fyrsti hlutinn nefndist „Heimur goðanna" og kom út 2004. Þemað í öðrum hlutanum eru „Náttúruvættir".



Fyrstu jepparnir

Fyrsti fjórhjóladrifni bíllinn sem kom til Íslands var þýskur herheppi af Tempo Vidal gerð. Í seinni heimsstyrjöldinni lét bandaríski herinn nokkra aðila smíða tilraunabíla til nota í hernaði. Þessir aðilar voru m.a. Willys verksmiðjurnar. Bíllinn skyldi vera léttur og fjórhjóladrifinn. 1942 komu fyrstu Willys jepparnir hingað á vegum hersins en árið 1946 veitti ríkisstjórnin innflutningsleyfi á jeppum til almennra borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×