Scarlett syngur lög Tom Waits 18. október 2006 13:45 Leikkonan gullfallega Nú á eftir að koma í ljós hvort stelpan, sem er af mörgum talin ein fallegasta kona heims, sé einnig með gullrödd. MYND/Getty Scarlett Johansson hefur skrifað undir plötusamning við Atco, sem er á vegum Rhino Records. Hún dvelst þessa dagana í stúdíói þar sem hún syngur lög Tom Waits, en platan, sem ætti að líta dagsins ljós með vorinu, heitir einmitt Scarlett Sings Tom Waits. Scarlett er eins og allir vita ekki fyrsta Hollywood-daman sem daðrar við frama í söngheiminum. Paris Hilton sló nýlega í gegn á heimsvísu með söng sínum um blindar stjörnur, en raddbönd þeirra Lindsay Lohan og Hilary Duff hafa líka dugað til að klífa vinsældalista. Scarlett hefur þó löngum þótt skera sig úr röðum ungra Hollywoodkvenna, og neitar til dæmis að svelta sig niður í ásættanlegar fatastærðir. Það kom því mörgum á óvart þegar áform hennar um plötuútgáfu urðu ljós og þóttu einhverjum hún svíkja lit. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Scarlett lætur til sín taka í söngnum, því í vor söng hún lag George Gershwins, Summertime, inn á safnplötuna Unexpected Dreams: Songs from the Stars. Þeir sem til leikkonunnar fallegu þekkja segja þó að hún geti vel haldið lagi og syngi hvíslandi röddu. Tom Waits aðdáendur ættu því ekki að örvænta alveg strax. Menning Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Scarlett Johansson hefur skrifað undir plötusamning við Atco, sem er á vegum Rhino Records. Hún dvelst þessa dagana í stúdíói þar sem hún syngur lög Tom Waits, en platan, sem ætti að líta dagsins ljós með vorinu, heitir einmitt Scarlett Sings Tom Waits. Scarlett er eins og allir vita ekki fyrsta Hollywood-daman sem daðrar við frama í söngheiminum. Paris Hilton sló nýlega í gegn á heimsvísu með söng sínum um blindar stjörnur, en raddbönd þeirra Lindsay Lohan og Hilary Duff hafa líka dugað til að klífa vinsældalista. Scarlett hefur þó löngum þótt skera sig úr röðum ungra Hollywoodkvenna, og neitar til dæmis að svelta sig niður í ásættanlegar fatastærðir. Það kom því mörgum á óvart þegar áform hennar um plötuútgáfu urðu ljós og þóttu einhverjum hún svíkja lit. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Scarlett lætur til sín taka í söngnum, því í vor söng hún lag George Gershwins, Summertime, inn á safnplötuna Unexpected Dreams: Songs from the Stars. Þeir sem til leikkonunnar fallegu þekkja segja þó að hún geti vel haldið lagi og syngi hvíslandi röddu. Tom Waits aðdáendur ættu því ekki að örvænta alveg strax.
Menning Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp