Erlent

Rafrænar kosningar í frumskógum Amasón

Brasilískir stjórnmálamenn kyssa nú á barnakinnar í gríð og erg til að reyna að tryggja pólitíska framtíð sína. Brasilíumenn ganga að rafrænu kjörkössunum á sunnudaginn.
Brasilískir stjórnmálamenn kyssa nú á barnakinnar í gríð og erg til að reyna að tryggja pólitíska framtíð sína. Brasilíumenn ganga að rafrænu kjörkössunum á sunnudaginn. MYND/AP

Brasilíumenn eru að læra á nýtt rafrænt kosningakerfi fyrir kosningar í landinu eftir fjóra daga. Kerfið er sagt einfalt í notkun og umfram allt er hvers kyns kosningasvindl sagt nær ómögulegt með þessu lagi. Gríðarstórt verkefni er hins vegar að koma kjörtækjum í allar afskekktar byggðir Brasilíu inni í Amasón-regnskóginum.

Kjörnefndin segir kjörtækin breyta miklu fyrir þá sem eru ólæsir og hafi hingað til átt erfitt með að kjósa vegna þess. Nú geti kjósendur valið frambjóðendur eftir myndum sem birtast af þeim á skjá. Brasilíumönnum er skylt að taka þátt í kosningum frá átján ára aldri en þeir þurfa að kjósa sér þingmenn, fylkisstjóra og forseta um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×