Innlent

Hlustað verði á óskir og þarfir aldraðra í búsetumálum

Spyrja þarf aldraða um þarfir þeirra og óskir um búsetuúrræði og hætta að skattpína þá, segir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík.

Félag eldri borgara í Reykjavík og Ellimálaráð Reykjarvíkurprófastsdæma héldu í dag málþing um málefni eldri borgara. Þar var meðal annars rætt um lífeyrismál, búsetumál og félagslega stöðu eldri borgara. Fram kom á ráðstefnunni að viðhorfsbreyting sé að verða í þjóðfélaginu á búsetumálum aldraðra.

Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, sem flutti erindi á þinginu, segir að það þurfi ýmsa valkosti í búsetumálum. Að fólk geti verið á sínu gamla heimili og fengið þjónustu þangað. Ef það vilji skipta um heimili eigi ýmsir valkostir að vera til, t.d. sambýli og þjónustuíbúðir og leiguíbúðir. Það þurfi að spyrja eldri borgara hvaða óskir og þarfir þeir hafi. Vonandi verði farið að gera það.

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að fara yfir málefni aldraðra sem ætlað er að skila tillögum næsta haust. Margrét á sæti í nefndinni og bindur nokkra vonir við vinnu hennar. En það er fleira en búsetumálin sem brennurá öldruðum, þar á meðal kjaramálin.

Margrét segir til skammar hvernig lífeyrir aldraðra sé skertur. Það sé ótrúlegt að það sé látið viðgangast að skattpína eldri borgara eins og staðan sé í dag. Þessu verði að breyta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×