Innlent

Erilsamt hjá lögreglunni í Hafnarfirði

Maður liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann féll af þaki við Lyngás í Garðabæ um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði mun fallið hafa verið nokkuð hátt og var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á gjörgæsludeild .

Um sexleytið í kvöld féll maður þrjá metra af flatvagni vörubíls og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild eru meiðsli hans minniháttar.

Erilsamt var hjá lögreglunni í Hafnarfirði í dag því klukkan níu í morgun var bifreið ekið út af veginum við Flatahraun og endaði hún á tveimur kyrrstæðum bifreiðum á bílastæði þar rétt hjá. Ökumaður og farþegi bifreiðarinnar voru fluttir á slysadeild og að sögn lögreglunnar er ekki vitað um líðan þeirra en hún telur hana ekki alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×