Innlent

Valgerður segir áhrif stóiðju ofmetin

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir áhrif stóriðju ofmetin í íslensku efnahagslífi. Ráðherrann segir þensluna helst stafa af útlánaaukningu bankanna. Þá segir hann ekki rúm fyrir allar þrjár stórframkvæmdirnar sem mest sé rætt um. Ekki verði á næstu tíu árum reist álver í Helguvík ef stækkað verði í Straumsvík.

Valgerður Sverrisdóttir segist telja gengislækkun krónunnar gleðitíðindi enda hafi gengið verið allt of hátt. Hún segist telja að ríkisstjórnin hafi sýnt aðhald í fjármálum að því leyti sé gagnrýnin ekki réttmæt. Öðru máli gegni um bankana. Íbúðalánasjóður lánaði bönkunum, með umdeildum lánasamningum, átttatíu milljarða af ríkistryggðu fé til að lána áfram til heimilana í landinu meðan fasteignaverð stóð sem hæst. Er hægt að vísa ábyrgð á útlánaaukningu á bankanna þegar þannig er í pottinn búið.Hún segir ljóst að ekki verði rúm fyrir allar þær stóriðjuframkvæmdir sem séu í bígerð. Ekki verði stækkað í Straumsvík og jafnframt byggt álver í Helguvík.

 

 

 

 

Paul Rawkins, sérfræðingur hjá Fitch Ratings í Lundúnum, staðfestir að helstu ástæðurnar fyrir neikvæðu mati á horfum á Íslandi megi rekja til bankanna. Í samtali við NFS sagði Rawkins að slæmar horfur yrðu aðallega raktar annars vegar til lántöku bankanna í útlöndum og hins vegar innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað. Hann bendir þó einnig á að hagstjórn ríkisvaldsins hafi ekki verið í samræmi við þensluna og dragi það sérstaklega úr þeirri von að brugðist verði við með skynsamlegum hætti að kosningar séu í nánd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×