Innlent

Vetrarhátíð sett kl. 20 í beinni á NFS

MYND/Stefán

Fimmta Vetrarhátíðin í Reykjavík hefst í kvöld kl. 20 á Austurvelli þar sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri setur hátíðina. Sýnt verður beint frá setningunni á NFS. Búast má við litskrúðugum gjörningi í kjölfarið þar sem öllu ægir saman, Vetri konungi, ljósum, risatrommum, dönsum og eldi.

Að opnunarviðburði loknum munu ljósastaurar við Austurvöll verða að upplýstum blómum, borgarstjóri leiðir kyndilgöngu um nágrennið þar sem listaverk er afhjúpað, og elstu tré bæjarins uppljómuð. Þá hefjast dagskrár víðs vegar í húsum við völlinn.

Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður myndlistarsýningin Hvörf opnuð, Listflæði verður á sviði Iðnós, en dansleikhús í Hafnarhúsinu. Orgelið verður í aðalhlutverki í Dómkirkjunni, Danshátíð Kramhússins yljar gestum á Nasa, rokkið dunar í Hinu húsinu á meðan sígildar dægurlagaperlur hljóma í Fríkirkjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×