Innlent

Samið um 900 nýjar íbúðir í Hveragerði

Samningar á milli byggingafyrirtækisins Eyktar og Hveragerðisbæjar voru undirritaðir á bæjarskrifstofunum í Hveragerði í gærkvöldi. Í samningnum er stefnt að byggingu 8-900 íbúða hverfis austan Varmár á næstu 12 árum þar sem ríflega 2000 einstaklingar munu búa. Gangi uppbyggingaráformin eftir munu þau kalla á nýjan grunnskóla og 6 deilda leikskóla í Hveragerði. Strax verður hafist handa við athuganir á landssvæði því sem um ræðir og í kjölfar þeirra hefst vinna við deiliskipulag. Gert er ráð fyrir að gatnagerð á svæðinu hefjist á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×