Innlent

Vatnagarður reistur á Flúðum?

Hugmyndir um vatnagarð á Flúðum hafa verið ræddar í hreppsnefnd Hrunamannahrepps og hefur Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri þegar fengið háskólanema til að gera úttekt og áætlun fyrir verkefnið. Ísólfur sagði í samtali við NFS að þetta væri allt hugmynd ennþá, en að hann sæi alveg fyrir sér vatnagarð rísa á Flúðum í nánustu framtíð. Hugmyndin kom upp í ferða- og atvinnumálanefnd hreppsins, þegar rætt var um nýtingu heitavatns á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×