Innlent

Impregilo þarf að svara fyrir meintar mútugreiðslur

Kárahnjúkar
Kárahnjúkar MYND/Vísir

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo, sem er aðalverktaki framkvæmdanna við Kárahnjúka, tapaði á fimmtudag áfrýjun fyrir dómstólum í Afríkinu Lesótó vegna meintra mútugreiðslna fyrirtækisins til embættismanna.

Impregilo er sakað um mútugreiðslur upp á um 80 milljónir króna til þess að vinna 500 milljarða króna samning um að reisa svokallaða Katse stíflu í Lesótó. Yfirvöld í Lesótó hava um árabil verið í herferð gegn spillingu og hafa hlotið hrós á alþjóðavettvangi fyrir að sækja stórfyrirtæki og embættismenn til saka. Dómsmálið sem Impregilo tapaði snerist um rétt dómstóla í Lesótó til að dæma í mútumálinu og niðurstaðan þýðir að Impregilo þarf að svara til saka fyrir meintar mútugreiðslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×