Ævarandi friðarboðskapur 9. ágúst 2006 08:00 Kertafleyting við Reykjavíkurtjörn og við pollinn á Akureyri í Kvöld Hátíðlegt sjónarspil þar sem ungir og aldnir minnast fórnarlamba stríðsreksturs. MYND/E:ól Árleg kertafleyting til minningar um fórnarlömb kjarnorkusprenginanna í Hírósíma og Nakasaki fer fram við Reykjavíkurtjörn í kvöld. "Þetta er í 22 annað sinn sem kertafleytingin fer fram en það eru nokkur samtök sem sameinast um þennan viðburð," segir Steinunn Þóra Árnadóttir, einn af skipuleggjendum fleytingarinnar, "segja má það sé ákveðinn kjarni ár eftir ár en öll félagasamtök sem hafa áhuga á að leggja þessu málefni lið er velkomið að setja sig í samband við okkur og taka þátt. Það eina sem sem þarf er að vera friðarsinni og trúa á málefnið." Félögin sem standa að fleytingunni í kvöld eru Friðarhópur leikskólakennara, Friðar og mannréttindahópur BSRB, Menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök herstöðvaandstæðinga og Friðarhópur búddista en fundarstjóri verður Freyr Eyjólfsson. Andrúmsloftið við tjörnina er mjög hátíðlegt og Steinunn segir að stundin sé jafnan mjög falleg og tilfinninganæm. "Þetta er mikið sjónarspil en líka sorgleg stund í ljósi minningarinnar um fólki í Hírósíma sem varð fyrir kjarnorkueldunum og kastaði sér logandi í ána. Það eru skelfileg hugrenningatengsl og því mjög táknrænt að fleyta kertum." "Við teljum mikilvægt að tengja þetta við samtímann og því mun Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur vera aðalræðumaður kvöldsins en hún mun meðal annars ræða um ástandið í Líbanon. Þess er til dæmis vert að minnast að vitað er að Ísrelsmenn ráða yfir kjarnorkuvopnum," segir Steinunn. Guðrún Margrét kveðst munu ræða um stríðsmenningu í samhengi við Hírósíma og Líbanon í kvöld. "Það eru þær hugmyndir um beinlínis sé hægt að leysa vandamál með því að drepa saklaust fólk, og hvaðan slíkar hugmyndir koma. Friðarsinnar eru oft álitnir óraunsæir draumóramenn en í raun er það óraunsæi að vera stríðsglaður," segir hún og bendir á að stríðshugmyndirnar, líkt og þær sem eymi hvað sterkast af hjá núverandi ríkisstjórn Bandaríkjamanna geri óvin úr 1,2 milljörðum múslima með því að að tengja sífellt saman hugmyndir um hryðuverk og Íslam. "Hvaða skynsemi og raunsæi er í því?" spyr Guðrún Margrét. Hún segir enga brú vera í framgöngu Ísraelsmanna í Líbanon. "Þetta mun sannarlega ekki skila þeim meira öryggi heldur auka á ólguna og staðfesta það sem Líbanir almennt eru að upplifa, allt frá venjulegum múslimum sem flestir eru eins og ég og þú, hafa sína trú sem eru langt frá því að vera einhverjar öfgaskoðanir, þau fá skilaboð um að þau séu eðlilegur fórnarkostnaður í stríði." Steinunn Þóra bendir á að fólk sé vinsamlegast beðið um að mæta snemma í athöfnin við Tjörnina er allra jafna fremur stutt. Líkt og fyrri ár verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum. "Við verðum með extra mikið að kertum í kvöld því undanfarin ár hafa þau hreinlega klárast. Svo viljum við endilega hvetja fólk til að koma með börnin sín, það er yndislegt að sjá fjölskyldurnar mæta saman. Þetta er líka gott tækifæri til þess að tala við börnin um það sem er miður gott í heiminum en í fallegu og öruggu umhverfi," segir Steinunn. Kertafleytingin við Reykjavíkurtjörn hefst kl. 22.30 í kvöld en á sama tíma verður kertum einnig fleytt á Akureyri, á flötinni fyrir framan minjasafn bæjarins en ræðumaður þar verður Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Árleg kertafleyting til minningar um fórnarlömb kjarnorkusprenginanna í Hírósíma og Nakasaki fer fram við Reykjavíkurtjörn í kvöld. "Þetta er í 22 annað sinn sem kertafleytingin fer fram en það eru nokkur samtök sem sameinast um þennan viðburð," segir Steinunn Þóra Árnadóttir, einn af skipuleggjendum fleytingarinnar, "segja má það sé ákveðinn kjarni ár eftir ár en öll félagasamtök sem hafa áhuga á að leggja þessu málefni lið er velkomið að setja sig í samband við okkur og taka þátt. Það eina sem sem þarf er að vera friðarsinni og trúa á málefnið." Félögin sem standa að fleytingunni í kvöld eru Friðarhópur leikskólakennara, Friðar og mannréttindahópur BSRB, Menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök herstöðvaandstæðinga og Friðarhópur búddista en fundarstjóri verður Freyr Eyjólfsson. Andrúmsloftið við tjörnina er mjög hátíðlegt og Steinunn segir að stundin sé jafnan mjög falleg og tilfinninganæm. "Þetta er mikið sjónarspil en líka sorgleg stund í ljósi minningarinnar um fólki í Hírósíma sem varð fyrir kjarnorkueldunum og kastaði sér logandi í ána. Það eru skelfileg hugrenningatengsl og því mjög táknrænt að fleyta kertum." "Við teljum mikilvægt að tengja þetta við samtímann og því mun Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur vera aðalræðumaður kvöldsins en hún mun meðal annars ræða um ástandið í Líbanon. Þess er til dæmis vert að minnast að vitað er að Ísrelsmenn ráða yfir kjarnorkuvopnum," segir Steinunn. Guðrún Margrét kveðst munu ræða um stríðsmenningu í samhengi við Hírósíma og Líbanon í kvöld. "Það eru þær hugmyndir um beinlínis sé hægt að leysa vandamál með því að drepa saklaust fólk, og hvaðan slíkar hugmyndir koma. Friðarsinnar eru oft álitnir óraunsæir draumóramenn en í raun er það óraunsæi að vera stríðsglaður," segir hún og bendir á að stríðshugmyndirnar, líkt og þær sem eymi hvað sterkast af hjá núverandi ríkisstjórn Bandaríkjamanna geri óvin úr 1,2 milljörðum múslima með því að að tengja sífellt saman hugmyndir um hryðuverk og Íslam. "Hvaða skynsemi og raunsæi er í því?" spyr Guðrún Margrét. Hún segir enga brú vera í framgöngu Ísraelsmanna í Líbanon. "Þetta mun sannarlega ekki skila þeim meira öryggi heldur auka á ólguna og staðfesta það sem Líbanir almennt eru að upplifa, allt frá venjulegum múslimum sem flestir eru eins og ég og þú, hafa sína trú sem eru langt frá því að vera einhverjar öfgaskoðanir, þau fá skilaboð um að þau séu eðlilegur fórnarkostnaður í stríði." Steinunn Þóra bendir á að fólk sé vinsamlegast beðið um að mæta snemma í athöfnin við Tjörnina er allra jafna fremur stutt. Líkt og fyrri ár verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum. "Við verðum með extra mikið að kertum í kvöld því undanfarin ár hafa þau hreinlega klárast. Svo viljum við endilega hvetja fólk til að koma með börnin sín, það er yndislegt að sjá fjölskyldurnar mæta saman. Þetta er líka gott tækifæri til þess að tala við börnin um það sem er miður gott í heiminum en í fallegu og öruggu umhverfi," segir Steinunn. Kertafleytingin við Reykjavíkurtjörn hefst kl. 22.30 í kvöld en á sama tíma verður kertum einnig fleytt á Akureyri, á flötinni fyrir framan minjasafn bæjarins en ræðumaður þar verður Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur.
Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira