Erlent

Segist hafa stjórn á fuglaflensunni

Börn og sóttvarnastarfsmaður safna saman fuglum sem á að farga.
Börn og sóttvarnastarfsmaður safna saman fuglum sem á að farga. MYND/AP

Tyrknesk stjórnvöld hafa náð tökum á útbreiðslu fuglaflensu sagði Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. "Við höfum stjónr á ástandinu og höldum áfram að fylgjast vandlega með því. Þeir sem hafa smitast eru ekki langt leiddir og því er ekki mikil hætta á ferðum að svo stöddu."

Orð sín lét Erdogan falla á blaðamannafundi með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sem er í opinberri heimsókn í Tyrklandi. Þrír hafa látist af völdum fuglaflensu í Tyrklandi og ellefu til viðbótar veikst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×