Innlent

Lögreglan las Passíusálmana

Borðalagðir lögreglumenn fluttu Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Grafarvogskirkju í dag og lögreglukórinn söng með. Föstudagurinn langi er af mörgum talinn einn helgasti dagur ársins. Þá minnast kristnir píslargöngu Krists á ýmsan hátt. Í Grafarvogskirkju lásu lögreglumenn Pasdsísálma Hallgríms Péturssonar fyrir kirkjugesti en sálmarnir fjalla eins og margir vita um píslargönguna. Kirkjan var öllum opin og gat fólk litið inn hvenær sem var dags og hlýtt á lesturinn. Lesturinn tók um sjö klukkustundir og var brotinn upp af og til með söng Lögreglukórsiins en stjórnandi hans er Guðlaugur Viktorsson.Þegar okkur bar að garði var kórinn að flytja fallegt lag eftir Bruckner sem heitir Locus iste.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×