Innlent

Líðan mannsins fer batnandi

Líðan mannsins sem slasaðist þegar bíll sem hann var í féll ofan í sprungu á Hofsjökli er eftir atvikum góð og fer batnandi að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeils Landspítalans. Maðurinn lá í átta tíma í bílnum á meðan björgunarmenn unnu að því að ná honum úr bílnum sem var í um þrjátíu metra dýpi ofan í sprunginni. Hann var svo fluttur með þyrlu á Landspítalannn í Fossvogi rétt eftir miðnætti á laugardag. Læknar vonast til að maðurinn nái sér að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×