Erlent

Mágur dómara í máli Saddams drepinn

MYND/AP
Mágur nýsetts yfirdómara í réttarhöldunum gegn Saddam Hussein var skotinn til bana í Baghdad í gærkvöldi. Lögregla segir byssumenn hafa skotið á bíl Mohammeds Oreibi al-Khalifa, þegar hann var á ferð í vestur Baghdad. Talið er að sonur mannsins sé einnig slasaður eftir árásina. Frá því réttarhöldin hófust síðastliðinn október, hafa þrír lögfræðingar verið myrtir. Allir sem tengjast réttarhöldunum eru þar af leiðandi taldir í mikilli hættu. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins greinir frá þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×