Erlent

Fyrsti kvenkyns geimferðalangurinn lent heilu og höldnu

Ansari heilsar eiginmanninum
Ansari heilsar eiginmanninum

Fyrsti kvenkyns geimferðalangurinn lenti heilu og höldnu á sléttum Kazakstan snemma í morgun. Lagt var upp frá Alþjóðlegu geimstöðinni í Baikonur og lent nálægt fyrirhuguðum lendingarstað á sléttum Kazakstan þremur klukkutímum síðar. Eftir að geimfarið kom inn í lofthjúp jarðar dreif að björgunarsveit í þremur flugvélum og tólf þyrlum til að hjálpa þriggja manna áhöfnin út úr farinu.

Anousheh Ansari er frumkvöðull í fjarskiptatækni, hún er amerísk, en fædd í Íran. Hún var valin á síðustu stundu til þátttöku í förinni ásamt rússneskri áhöfn. Áður hafði japanskur viðskiptajöfur verið valinn til ferðarinnar, en hann fékk ekki leyfi til ferðarinnar af læknisfræðilegum ástæðum.

Ansari er fjórði geimferðamaðurinn og fyrsta konan til að kaupa sér ferð út í geim. Hún greiddi 20 milljónir bandaríkjadala, eða 1400 milljónir íslenskra króna, fyrir ferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×