Berjast fyrir að fá að halda brúðkaup í friði 17. nóvember 2006 08:00 Eftirsótt af fjölmiðlum. Frægu pörin sem vilja láta gefa sig saman við hátíðlega athöfn neyðast oftast til að gera miklar öryggisráðstafanir ef þau vilja halda hjónavígslunni fyrir sjálf sig. Lætin í kringum Tom Cruise og Katie Holmes eru engin nýmæli, langt frá því. Þótt hundruð blaðamanna og ljósmyndara séu nú í Róm til að fylgjast með hverju skrefi hjónaleysanna er nokkuð víst að allt verði gert til að halda fjölmiðlum frá vígslunni sjálfri sem verður á morgun. Cruise ætti enda að hafa efni á því að borga nokkrum tugum starfsmanna fyrir að gæta öryggis þessarar frægu þriggja manna fjölskyldu sem sett hefur allt á annan endann í höfuðborg Ítalíu.Lögsóknir og málaferliMichael Douglas og Catherine Zeta Jones sjást hér ganga frá réttarsalnum í Bretlandi eftir að hafa unnið mál gegn glanstímaritinu Hello!Eitt vinsælasta myndefni slúðurblaðanna eru Catherine Zeta Jones og Michael Douglas og þeir voru ófáir paparazzar sem gældu við það að ná myndum af hjónavígslu þeirra á New York Plaza. Leikarahjónin gerðu vissulega allt til að gæta öryggis síns en allt kom fyrir ekki. Ljósmyndari glanstímaritsins Hello! komst inn þó að gestir brúðkaupsins þyrftu að framvísa sérstökum rafrænum boðskortum. Myndirnar voru síðan birtar á síðum blaðsins með þeim afleiðingum að parið fór í mál við blaðið.álaferlin og réttarhöldin stóðu yfir í þrjú ár og lauk með sigri Douglas og Jones sem fengu hátt í tvær milljónir íslenskra króna í skaðabætur auk hluta af þeim gróða sem fékkst fyrir sölu á blaðinu.David og Victoria Beckham lentu í álíka vandræðum þegar ljósmyndari götublaðsins The Sun komst óséður í brúðkaupið þeirra og birti blaðið myndirnar á forsíðu sinni. Knattspyrnukappinn og Kryddstúlkan fyrrverandi urðu að aðhlátursefni víða um heim þar sem skreytingarnar í veislusalnum þóttu meira en lítið hallærislegar; fjólubláar kórónur og skúlptúrar gerðir úr ís. Hvorki Beckham né Douglas-hjónin þurftu hins vegar að kljást við þyrlur líkt og Sean Penn og Madonna gerðu árið 1985 þegar þau giftu sig á Malibu-ströndinni. Vafalítið hefur hatrömm og blóðug barátta leikarans skapstóra við paparazzi-ljósmyndara eflt þá til dáða.Góð ráð en dýrJennifer Aniston og Brad Pitt létu banna alla flugumferð um Malibu-ströndina þegar þau giftu sig.Fjölmiðlar fá hins vegar ekki alltaf sínu framgengt og stundum sjá stjörnurnar við þeim. Þegar Brad Pitt og Jennifer Aniston giftu sig keyptu þau flugréttinn yfir svæðinu þannig að þyrlur eða önnur loftför gátu ekki sveimað yfir þeim og öðrum frægum gestum þeirra. Madonna hafði jafnframt lært af reynslunni þegar hún gekk að eiga breska leikstjórann Guy Ritchie í Skotlandi árið 2000. Öryggisverðir notuðu hitaskynjara til að finna hugsanlegar boðflennur sem virtist virka því í þá tvo daga sem veisluhöldin stóðu yfir urðu hjónin ekki fyrir átroðningi ljósmyndara eða annarra óæskilegra gesta.Knattspyrnukappinn Ashley Cole og Cheryl Tweed, söngkona Girls Aloud, beittu gömlu en góðu bragði þegar þau villtu um fyrir fjölmiðlum og sögðust ætla að giftast í Highclere-kastalanum í Berkshire. Fjölmiðlar bitu á agnið og héldu þangað en Cole og Tweed nutu hins vegar næðisins sem þau fengu í Wrotham-kirkjunni í Herefordskíri. Þessar blekkingar hafa hins vegar ekki alltaf virkað því þótt Paul McCartney og Heather Mills hefðu á sínum tíma haldið stóra deginum leyndum og beðið sína nánustu um að taka ákveðinn dag frá þá stóðst 84 ára gamall eigandi írsks kastala ekki mátið og stærði sig af því að bítilinn fyrrverandi hygðist eiga sína heittelskuðu hjá sér.Söngkonan Barbra Streisand er hins vegar sú stjarna sem er hvað mest annt um einkalíf sitt. Þegar hún gekk að eiga núverandi eiginmann sinn, James Brolin, voru gestir ferjaðir í svörtum sérútbúnum bílum með litað gler. Háværri rokktónlist var síðan beint að fjölmiðlafólki og kösturum beitt til að blinda hvern þann ljósmyndara sem dirfðist að nálgast lóðina þeirra. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Frægu pörin sem vilja láta gefa sig saman við hátíðlega athöfn neyðast oftast til að gera miklar öryggisráðstafanir ef þau vilja halda hjónavígslunni fyrir sjálf sig. Lætin í kringum Tom Cruise og Katie Holmes eru engin nýmæli, langt frá því. Þótt hundruð blaðamanna og ljósmyndara séu nú í Róm til að fylgjast með hverju skrefi hjónaleysanna er nokkuð víst að allt verði gert til að halda fjölmiðlum frá vígslunni sjálfri sem verður á morgun. Cruise ætti enda að hafa efni á því að borga nokkrum tugum starfsmanna fyrir að gæta öryggis þessarar frægu þriggja manna fjölskyldu sem sett hefur allt á annan endann í höfuðborg Ítalíu.Lögsóknir og málaferliMichael Douglas og Catherine Zeta Jones sjást hér ganga frá réttarsalnum í Bretlandi eftir að hafa unnið mál gegn glanstímaritinu Hello!Eitt vinsælasta myndefni slúðurblaðanna eru Catherine Zeta Jones og Michael Douglas og þeir voru ófáir paparazzar sem gældu við það að ná myndum af hjónavígslu þeirra á New York Plaza. Leikarahjónin gerðu vissulega allt til að gæta öryggis síns en allt kom fyrir ekki. Ljósmyndari glanstímaritsins Hello! komst inn þó að gestir brúðkaupsins þyrftu að framvísa sérstökum rafrænum boðskortum. Myndirnar voru síðan birtar á síðum blaðsins með þeim afleiðingum að parið fór í mál við blaðið.álaferlin og réttarhöldin stóðu yfir í þrjú ár og lauk með sigri Douglas og Jones sem fengu hátt í tvær milljónir íslenskra króna í skaðabætur auk hluta af þeim gróða sem fékkst fyrir sölu á blaðinu.David og Victoria Beckham lentu í álíka vandræðum þegar ljósmyndari götublaðsins The Sun komst óséður í brúðkaupið þeirra og birti blaðið myndirnar á forsíðu sinni. Knattspyrnukappinn og Kryddstúlkan fyrrverandi urðu að aðhlátursefni víða um heim þar sem skreytingarnar í veislusalnum þóttu meira en lítið hallærislegar; fjólubláar kórónur og skúlptúrar gerðir úr ís. Hvorki Beckham né Douglas-hjónin þurftu hins vegar að kljást við þyrlur líkt og Sean Penn og Madonna gerðu árið 1985 þegar þau giftu sig á Malibu-ströndinni. Vafalítið hefur hatrömm og blóðug barátta leikarans skapstóra við paparazzi-ljósmyndara eflt þá til dáða.Góð ráð en dýrJennifer Aniston og Brad Pitt létu banna alla flugumferð um Malibu-ströndina þegar þau giftu sig.Fjölmiðlar fá hins vegar ekki alltaf sínu framgengt og stundum sjá stjörnurnar við þeim. Þegar Brad Pitt og Jennifer Aniston giftu sig keyptu þau flugréttinn yfir svæðinu þannig að þyrlur eða önnur loftför gátu ekki sveimað yfir þeim og öðrum frægum gestum þeirra. Madonna hafði jafnframt lært af reynslunni þegar hún gekk að eiga breska leikstjórann Guy Ritchie í Skotlandi árið 2000. Öryggisverðir notuðu hitaskynjara til að finna hugsanlegar boðflennur sem virtist virka því í þá tvo daga sem veisluhöldin stóðu yfir urðu hjónin ekki fyrir átroðningi ljósmyndara eða annarra óæskilegra gesta.Knattspyrnukappinn Ashley Cole og Cheryl Tweed, söngkona Girls Aloud, beittu gömlu en góðu bragði þegar þau villtu um fyrir fjölmiðlum og sögðust ætla að giftast í Highclere-kastalanum í Berkshire. Fjölmiðlar bitu á agnið og héldu þangað en Cole og Tweed nutu hins vegar næðisins sem þau fengu í Wrotham-kirkjunni í Herefordskíri. Þessar blekkingar hafa hins vegar ekki alltaf virkað því þótt Paul McCartney og Heather Mills hefðu á sínum tíma haldið stóra deginum leyndum og beðið sína nánustu um að taka ákveðinn dag frá þá stóðst 84 ára gamall eigandi írsks kastala ekki mátið og stærði sig af því að bítilinn fyrrverandi hygðist eiga sína heittelskuðu hjá sér.Söngkonan Barbra Streisand er hins vegar sú stjarna sem er hvað mest annt um einkalíf sitt. Þegar hún gekk að eiga núverandi eiginmann sinn, James Brolin, voru gestir ferjaðir í svörtum sérútbúnum bílum með litað gler. Háværri rokktónlist var síðan beint að fjölmiðlafólki og kösturum beitt til að blinda hvern þann ljósmyndara sem dirfðist að nálgast lóðina þeirra.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira