Innlent

Hafnaði á vegriði

MYND/Páll

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut í Hvassahrauni rétt fyrir miðnætti í gær. Hálkan var mikil og missti ökumaður vald á bifreið sinni sem hafnaði á vegriði. Þrír farþegar sem voru í bifreiðinni kenndu ekki til eymsla en ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík, vegna eymsla í hálsi og baki. Bifreiðin var óökufær og var flutt með dráttarbifreið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×