Innlent

Leiði til þess að menn fari betur með vald sitt

MYND/E.Ól
Helga Jónsdóttir, fyrrverandi borgarritari, vonast til þess að álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að ekki hafi legið nægilega faglegar ástæður að baki ráðningu í starf ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins fyrir um tveimur árum, verði til þess að menn fari betur með það vald sem þeim sé falið. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún ætlar að leita réttar síns vegna málsins.





Eins og fram kom í fréttum fyrr í kvöld komst Umboðsmaður Alþingis að því að verulegir annmarkar hefðu verið á málsmeðferð Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þegar hann skipað Ragnhildi Arnljótsdóttur, sem ráðuneytisstjóra í ágúst 2004.




Helga Jónsdóttir, sem sótti um starfið og kvartaði til umboðsmannsins vegna málsins, segist ánægð með niðurstöðuna. Hún sýni að rökráðherra fyrirþvíað velja eina manneskju fremur en aðra verði að vera málefnaleg.Þess verði einnig að gæta að ráðherrar séu ekki að velja sér aðstoðarmenn þegar þeir velji sér ráðuneytisstjóra heldur yfirmenn starfsliðs.




Umboðsmaður bendir á að Helga hafi um 15 ára starfsreynslu í stjórnunarstörfum á vegum opinberra aðila en Ragnhildur aðeins þrjú og hálft. Spurð hvort hún telji að ástæðurnar fyrir því að hún var ekki ráðin séu pólitískar segir Helga að ráðherra verði að svara því. Hún segir að hvort sem það séu pólitískar ástæður eða aðrar hafi ráðherranum ekki tekist að sýna fram á að ástæðurnar séu málefnalegar.




Helga segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort hún fari með málið fyrir dóm. Hún fagni því fyrst og fremst að þetta verði lóð á þær vogarskálar að fólk fari betur með þau völd sem því sé falið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×