Frábær frammistaða Svía 8. október 2006 07:30 Svíar fagna. Hér má sjá sænska landsliðið fagna eftir að það komst yfir gegn Spáni. Það er ljóst að sænska landsliðið mun mæta hingað til lands fullt sjálfstrausts eftir magnaðan sigur þess á því spænska 2-0 á heimavelli sínum í gær. Svíþjóð spilaði leikinn af mikilli skynsemi, lék frábæran varnarleik og leyfði Spánverjum að vera með knöttinn. Hættulegar skyndisóknir sænska liðsins gerðu það að verkum að mótherjarnir máttu aldrei gleyma sér en það gerðu þeir þó tvívegis í gær. Markvörðurinn Rami Shaaban lokaði sænska markinu og var besti maður vallarins. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal 33.000 áhorfenda á leiknum þegar Johan Elmander kom Svíþjóð yfir eftir aðeins tíu mínútna leik en það var Anders Svensson sem lagði markið upp. Sama hvað Spánverjar reyndu þá gekk ekkert upp hjá þeim og Marcus Allback innsiglaði sigurinn átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað tap Spánverja í keppninni en þriðji sigur Svía sem hafa fullt hús stiga í riðlinum. Enginn gleðst meira yfir þessum sigri í gær en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sem hefur þurft að þola mikla gagnrýni eftir að hafa tekið Zlatan Ibrahimovic út úr landsliðshópnum. Mikil gleði ríkir nú í Svíþjóð en sama er ekki hægt að segja um Danmörku en danska landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Norður-Írum á Parken í gær og eru danskir fjölmiðlar alls ekki sáttir við spilamennsku liðsins. Danska liðið réði lögum og lofum á upphafskafla leiksins en fór illa með mörg mjög góð marktækifæri. Snemma í seinni hálfleik áttu Thomas Kahlenberg og Martin Jörgensen báðir skot sem fóru naumlega framhjá. Besta færi danska liðsins kom seint í leiknum en þá átti Claus Jensen skot sem fór framhjá markverðinum Maik Taylor en Aaron Hughes bjargaði á marklínu. Fótbolti Íþróttir Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Það er ljóst að sænska landsliðið mun mæta hingað til lands fullt sjálfstrausts eftir magnaðan sigur þess á því spænska 2-0 á heimavelli sínum í gær. Svíþjóð spilaði leikinn af mikilli skynsemi, lék frábæran varnarleik og leyfði Spánverjum að vera með knöttinn. Hættulegar skyndisóknir sænska liðsins gerðu það að verkum að mótherjarnir máttu aldrei gleyma sér en það gerðu þeir þó tvívegis í gær. Markvörðurinn Rami Shaaban lokaði sænska markinu og var besti maður vallarins. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal 33.000 áhorfenda á leiknum þegar Johan Elmander kom Svíþjóð yfir eftir aðeins tíu mínútna leik en það var Anders Svensson sem lagði markið upp. Sama hvað Spánverjar reyndu þá gekk ekkert upp hjá þeim og Marcus Allback innsiglaði sigurinn átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var annað tap Spánverja í keppninni en þriðji sigur Svía sem hafa fullt hús stiga í riðlinum. Enginn gleðst meira yfir þessum sigri í gær en landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sem hefur þurft að þola mikla gagnrýni eftir að hafa tekið Zlatan Ibrahimovic út úr landsliðshópnum. Mikil gleði ríkir nú í Svíþjóð en sama er ekki hægt að segja um Danmörku en danska landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Norður-Írum á Parken í gær og eru danskir fjölmiðlar alls ekki sáttir við spilamennsku liðsins. Danska liðið réði lögum og lofum á upphafskafla leiksins en fór illa með mörg mjög góð marktækifæri. Snemma í seinni hálfleik áttu Thomas Kahlenberg og Martin Jörgensen báðir skot sem fóru naumlega framhjá. Besta færi danska liðsins kom seint í leiknum en þá átti Claus Jensen skot sem fór framhjá markverðinum Maik Taylor en Aaron Hughes bjargaði á marklínu.
Fótbolti Íþróttir Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira