Erlent

Maður fannst á lífi í rústunum

Fólks leitað  í rústunum í gær.
Fólks leitað í rústunum í gær. MYND/AP

Maður fannst á lífi, ósærður, í rústum húss sem hrundi til grunna í Nairóbí í Kenýa í gær. Að minnsta kosti sex manns hafa fundist látnir í rústunum og yfir sjötíu eru slasaðir. Björgunarstarf stendur enn yfir en björgunarmenn vonast til að fleiri finnist á lífi í rústunum en líkur á því fara þó minnkandi með hverri klukkustundinni sem líður. Verið var að byggja ofan á húsið þegar það lagðist saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×