Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur framlengt samning framherjans Andy Cole um eitt ár. Hinn 34 ára gamli framherji skoraði 10 mörk í 21 leik á síðustu leiktíð, en það þótti setja nokkuð strik í reikninginn þegar hann meiddist undir lok tímabilsins í vor. Cole segist hlakka mikið til að halda áfram að spila með City.
Cole framlengir um eitt ár
