Innlent

Rúmlega 200 þátttakendur á Glitnismótinu í hraðskák

Vishy Anand og Judit Polgar munu leiða saman hesta sína á mótinu.
Vishy Anand og Judit Polgar munu leiða saman hesta sína á mótinu. Mynd/E.Ól

Rúmlega 200 manns á öllum aldri, áhugamenn jafnt sem stórmeistarar, höfðu skráð sig til þátttöku á Glitnismótinu í hraðskák sem hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Mótið er opið mót og haldið í minningu Haraldar Blöndal hæstaréttalögmanns, en mótinu lýkur á morgun. Meðal þátttakenda eru indverski stórmeistarinn Vishy Anand, heimsmeistari í hraðskák, og Ungverjinn Judit Polgar, sterkasta skákkona heims, en fjölmargir aðrir stórmeistarar jafnt sem áhugamenn munu keppa á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Anand og Polgar leiða saman hesta sína. Þeir sem lenda í 24 efstu sætunum, og átta efstu Íslendingarnir, munu komast áfram í undanúrslit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×