Erlent

Bandaríkjamenn milda ályktun til öryggisráðsins

Bandaríkjamenn hafa sent öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýja og mildari ályktun um aðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum, en andstaða var við fyrri tillögur frá Rússum og Kínverjum.

Í nýju ályktuninni eru viðskiptahöft milduð og ekki gert ráð fyrir hernaðaraðgerðum. John Bolton sendifulltrúi Bandaríkjamanna sagðist vonast til að öryggisráðið samþykki tillögurnar en búist er við að þ að verði um helgina.

"We have proposed a compromise on the arms embargo, that would place under embargo the most dangerous, most sophisticated, most lethal weapons, so that's a substantial step forward and, as I say, we're happy to accept that as a compromise."

Fulltrúar Rússlands og Kína voru ósáttir við fyrri ályktun þar sem þeim fannst refsiaðgerðirnar of harkalegar. Nýju tillögurnar leggja til að viðskiptaþvinganir takmarkist við viðskipti með munaðarvörur og efni sem Norður Kóreumenn gætu nýtt í kjarnorkuáætlun sína. Einnig að diplómatísk tengsl verði rofin við Pyongyang og flugumferð bönnuð. Þá áfram lagt til að aðilddarríki verði að framfylgja ákvörðun öryggisráðsins og að Norður Kóreumenn snúi tafarlaust aftur til viðræðna við sex landa nefndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×