Innlent

Lést í sprengingu við Kárahnjúka

27 ára íslenskur karlmaður lét lífið rétt austan við Kárahnjúka í morgun. Sprengihleðsla sprakk og kom af stað grjóthruni í aðgöngum fjögur við Desjarárstíflu. Oddur Friðriksson, yfritrúnaðarmaður á staðnum, segir samstarfsmenn mannsins harmi slegna en hugur þeirra sé hjá aðstandendum.

Þetta er annað banaslysið á vinnusvæðinu á meðan á virkjunaframkvæmdum hefur staðið. Beðið er þess að því máli ljúki í dómssölum.

Víðir Kristjánsson, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu, segir að aðstæður hafi verið þannig að hrunið hafi úr berginu þegar sprengingin varð og stórt stykki hafi fallið á hinn látna. Ekket hafi verið óvenjulegt við aðstæður. Víðir segir að þetta hafi verið eina stóra stykkið sem losnaði. Hann segir ekki vitað hvers vegna hleðslan hafi sprungið en líklega séu um mannleg mistök að ræða, allur búnaður hafi virst í lagi.

Víðir segir málið í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×