Innlent

Sekt fyrir að stefna ungmennum í hættu

MYND/Haraldur Jónasson

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt forsvarsmann verktakafyrirtækis til að greiða 90 þúsund krónur í sekt fyrir brot á lögum og reglum um öryggi á vinnustöðum við uppsetningu vinnupalla vegna framkvæmda.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa 16 ára ungmenni í vinnu þar sem slysahætta var fyrir hendi. Við refsimat tók dómur tillit til þess að maðurinn gekkst við broti sínu og óumdeilt væri að hann gerði strax þær lagfæringar sem Vinnueftirlitið gerði kröfu um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×