Alþjóðleg hátíð í örum vexti 21. september 2006 10:00 Dimitri eipides Sá um valið á myndunumsem keppa til verðlauna í flokknum Vitranir. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í næstu viku en nærri áttatíu myndir verða sýndar þá ellefu daga sem hátíðin stendur. Fjöldi erlendra gesta er væntanlegur á hátíðina sem hefur vakið athygli utan landsteinanna. „Sérstaða hátíðarinnar er fólgin í breiddinni en við leggjum okkur fram um að sýna myndir úr ólíkum áttum þannig að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskránni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Myndirnar koma frá hinum ýmsu löndum og við sýnum gamanmyndir, spennumyndir, hrylling, barnamyndir og stutt- og heimildarmyndir.“Vitranir ungs fólksHrönn Marínósdóttir Er ásamt sínu fólki með allar klær úti þegar kemur að því að finna myndir á hátíðina. Þau hafa sótt aðrar hátíðir, til dæmis í Cannes, og kynningarstarfið hefur skilað því að fólk sækist í auknum mæli eftir því að koma myndum sínum að í dagskránni.Dagskrá hátíðarinnar er skipt upp í nokkra flokka og þar ber einna hæst keppnisflokkinn Vitranir en þar eru einungis sýndar myndir eftir unga og upprennandi leikstjóra sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd í fullri lengd. Dimitri Eipides, dagskrárstjóri hátíðarinnar, hafði veg og vanda af vali mynda í flokkinn þar sem fjórtán myndir keppa um titilinn „uppgötvun ársins“. Myndin Fjórar mínútur, eftir Chris Kraus, er ein þessara mynda en hún verður Evrópufrumsýnd á hátíðinni.Hátíðarmyndirnar verða sýndar í Háskólabíói, Iðnó og Tjarnarbíói, sem verður framvegis varnarþing hátíðarinnar. „Andrúmsloftið í Tjarnarbíói er hlýlegra en maður á að venjast í öðrum bíósölum landsins og það stendur til að taka húsið í gegn í samvinnu við sjálfstæðu leikhúsin á næsta ári og við erum því að fá sjálfstætt bíóhús í miðborginni sem gerir okkur kleift að standa fyrir smærri viðburðum á öðrum árstímum,“ segir Hrönn og segir sýningar í Tjarnarbíói á hátíðinni hafa vakið mikla lukku.Fjöldi erlendra gesta„Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík ætlar sér að breyta viðmiðum um kvikmyndahátíðir á Íslandi og við höfum sett okkur það markmið að gera hana að menningarviðburði sem eftir verður tekið hér á landi sem erlendis,“ segir Hrönn, sem á von á rúmlega hundrað boðsgestum að utan. Þar af er rúmlega helmingurinn fagfólk í kvikmyndabransanum því skipulagðir eru sérstakir viðburðir fyrir það. „Erlendir fjölmiðlar, blaðamenn og sjónvarpsfólk sem hingað koma nálgast nú þriðja tuginn. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir að nokkrir tugir manna til viðbótar sæki hátíðina á eigin vegum en Icelandair býður sérstakar tilboðsferðir til landsins í tilefni hátíðarinnar. Ég veit til dæmis um stóran bandarískan kvikmyndaklúbb sem ætlar að mæta, þannig að stemningin í kringum hátíðina er góð.“Hátíðin var kynnt fyrir heimspressunni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og Hrönn segir ljóst að sú kynning hafi skilað góðum árangri. „Dagskráin er það sérstök að hún sker sig úr á heimsvísu þannig að fólk sér fulla ástæðu til að gera sér ferð til landsins.“ Um 13.000 manns komu í bíó þá ellefu daga sem hátíðin stóð yfir í fyrra, sem gerir hana að best sóttu hátíð á Íslandi sé miðað við dagafjölda og Hrönn á von á því að fjöldinn verði enn meiri í ár. „Við vildum auka umfangið aðeins og hátíðin hefur því aldrei verið stærri. Úrvalið er mikið og við sýnum hverja mynd tvisvar til þrisvar sinnum þannig að það er um að gera að kynna sér dagskrána vel og skipuleggja sig svo fólk missi ekki af neinu. Öll miðasala verður á filmfest.is og midi.is.“Málþing og ráðstefnurAuk kvikmyndasýninganna verður á hátíðinni efnt til málþinga, ráðstefna og námskeiða um hina ýmsu anga kvikmyndanna. Þar ber einna hæst málþing með þremur fyrrverandi föngum í hinum alræmdu Guantanamo-fangabúðum á Kúbu en málþingið er haldið í samstarfi við Amnesty International á Íslandi í tengslum við sýningu heimildarmyndarinnar The Road to Guantanamo. Þá verða möguleikar Reykjavíkur til að verða kvikmyndaiðnaðarborg norðursins ræddir á sérstöku málþingi á vegum Reykjavikurborgar.Af þeim námskeiðum sem boðið verður upp á má nefna námskeið um kvikmyndahátíðir við Háskóla Íslands sem felur í sér nokkurs konar starfsþjálfun í kvikmyndahátíðahaldi og námskeið í kvikmyndalestri fyrir almenning. Það verður því í nógu að snúast hjá kvikmyndaáhugafólki á næstunni.„Þetta verður mikið fjör, gleði og gaman,“ segir Hrönn, sem er enn að hnýta lokahnútana á dagskrá hátíðarinnar sem byrjar eftir viku. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í næstu viku en nærri áttatíu myndir verða sýndar þá ellefu daga sem hátíðin stendur. Fjöldi erlendra gesta er væntanlegur á hátíðina sem hefur vakið athygli utan landsteinanna. „Sérstaða hátíðarinnar er fólgin í breiddinni en við leggjum okkur fram um að sýna myndir úr ólíkum áttum þannig að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskránni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Myndirnar koma frá hinum ýmsu löndum og við sýnum gamanmyndir, spennumyndir, hrylling, barnamyndir og stutt- og heimildarmyndir.“Vitranir ungs fólksHrönn Marínósdóttir Er ásamt sínu fólki með allar klær úti þegar kemur að því að finna myndir á hátíðina. Þau hafa sótt aðrar hátíðir, til dæmis í Cannes, og kynningarstarfið hefur skilað því að fólk sækist í auknum mæli eftir því að koma myndum sínum að í dagskránni.Dagskrá hátíðarinnar er skipt upp í nokkra flokka og þar ber einna hæst keppnisflokkinn Vitranir en þar eru einungis sýndar myndir eftir unga og upprennandi leikstjóra sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd í fullri lengd. Dimitri Eipides, dagskrárstjóri hátíðarinnar, hafði veg og vanda af vali mynda í flokkinn þar sem fjórtán myndir keppa um titilinn „uppgötvun ársins“. Myndin Fjórar mínútur, eftir Chris Kraus, er ein þessara mynda en hún verður Evrópufrumsýnd á hátíðinni.Hátíðarmyndirnar verða sýndar í Háskólabíói, Iðnó og Tjarnarbíói, sem verður framvegis varnarþing hátíðarinnar. „Andrúmsloftið í Tjarnarbíói er hlýlegra en maður á að venjast í öðrum bíósölum landsins og það stendur til að taka húsið í gegn í samvinnu við sjálfstæðu leikhúsin á næsta ári og við erum því að fá sjálfstætt bíóhús í miðborginni sem gerir okkur kleift að standa fyrir smærri viðburðum á öðrum árstímum,“ segir Hrönn og segir sýningar í Tjarnarbíói á hátíðinni hafa vakið mikla lukku.Fjöldi erlendra gesta„Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík ætlar sér að breyta viðmiðum um kvikmyndahátíðir á Íslandi og við höfum sett okkur það markmið að gera hana að menningarviðburði sem eftir verður tekið hér á landi sem erlendis,“ segir Hrönn, sem á von á rúmlega hundrað boðsgestum að utan. Þar af er rúmlega helmingurinn fagfólk í kvikmyndabransanum því skipulagðir eru sérstakir viðburðir fyrir það. „Erlendir fjölmiðlar, blaðamenn og sjónvarpsfólk sem hingað koma nálgast nú þriðja tuginn. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir að nokkrir tugir manna til viðbótar sæki hátíðina á eigin vegum en Icelandair býður sérstakar tilboðsferðir til landsins í tilefni hátíðarinnar. Ég veit til dæmis um stóran bandarískan kvikmyndaklúbb sem ætlar að mæta, þannig að stemningin í kringum hátíðina er góð.“Hátíðin var kynnt fyrir heimspressunni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og Hrönn segir ljóst að sú kynning hafi skilað góðum árangri. „Dagskráin er það sérstök að hún sker sig úr á heimsvísu þannig að fólk sér fulla ástæðu til að gera sér ferð til landsins.“ Um 13.000 manns komu í bíó þá ellefu daga sem hátíðin stóð yfir í fyrra, sem gerir hana að best sóttu hátíð á Íslandi sé miðað við dagafjölda og Hrönn á von á því að fjöldinn verði enn meiri í ár. „Við vildum auka umfangið aðeins og hátíðin hefur því aldrei verið stærri. Úrvalið er mikið og við sýnum hverja mynd tvisvar til þrisvar sinnum þannig að það er um að gera að kynna sér dagskrána vel og skipuleggja sig svo fólk missi ekki af neinu. Öll miðasala verður á filmfest.is og midi.is.“Málþing og ráðstefnurAuk kvikmyndasýninganna verður á hátíðinni efnt til málþinga, ráðstefna og námskeiða um hina ýmsu anga kvikmyndanna. Þar ber einna hæst málþing með þremur fyrrverandi föngum í hinum alræmdu Guantanamo-fangabúðum á Kúbu en málþingið er haldið í samstarfi við Amnesty International á Íslandi í tengslum við sýningu heimildarmyndarinnar The Road to Guantanamo. Þá verða möguleikar Reykjavíkur til að verða kvikmyndaiðnaðarborg norðursins ræddir á sérstöku málþingi á vegum Reykjavikurborgar.Af þeim námskeiðum sem boðið verður upp á má nefna námskeið um kvikmyndahátíðir við Háskóla Íslands sem felur í sér nokkurs konar starfsþjálfun í kvikmyndahátíðahaldi og námskeið í kvikmyndalestri fyrir almenning. Það verður því í nógu að snúast hjá kvikmyndaáhugafólki á næstunni.„Þetta verður mikið fjör, gleði og gaman,“ segir Hrönn, sem er enn að hnýta lokahnútana á dagskrá hátíðarinnar sem byrjar eftir viku.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira