Aldrei verið jafn lifandi 21. september 2006 08:00 Volgt vatn til drykkjar Vatnið sem munaðarleysingjunum bauðst var bæði volgt og mengað. Bryndís Björgvinsdóttir og Orri Jökulsson lögðu upp í mikla ævintýraferð í sumar þegar þau héldu til austurstrandar Gvatemala og unnu á vafasömu munaðaraleysingjahæli. Þau Bryndís og Orri ætluðu að láta gott af sér leiða og vinna í sjálfboðavinnu á munaðarleysingjahælinu Casa Guatemala. "Við vorum í Kanada fyrir ári og vissum ekkert hvað við ætluðum að hafa fyrir stafni um sumarið," útskýrir Bryndís. "Við fórum á netið og rákumst á heimasíðu þar sem leitað var eftir fólki til að vinna á þessu munaðarleysingjahæli," heldur hún áfram. Þar með hófst langt og strangt ferðalag með rútum og bátum í steikjandi hita. "Við höfðum keypt helling af hlutum sem beðið hafði verið um á heimasíðunni, þar á meðal áhöld til matargerðar og settum í stóra ferðatösku sem við þvældumst síðan með," útskýrir Bryndís. Þegar á Casa Guatemala var komið blasti við þeim heldur ótrúleg sjón. Við hlið munaðarleysingjahælisins var rekið gistiheimili og bar en í stað þess að þau Bryndís og Orri fengu að hjúkra munaðarleysingjunum og sinna börnunum voru þau látin starfa á barnum í þrjár vikur áður en þau komust í að starfa með munaðarleysingjunum. "Ég varð mjög veik, fékk e-coli sýkingu og þaðan af verra," segir hún. "Ég ældi því bara blóði á morgnana og fór síðan að vinna á barnum og á gistiheimilinu," segir Bryndís sem varð vitni að hreint ótrúlegum hlutum þarna í Mið-Ameríku. "Þarna var hjúkrunafræðingur frá San Fransisco sem hafði mastersgráðu í hjúkrunarfræði en var bara látin vaska upp og þjóna til borðs," segir Bryndís. "Allir þeir hlutir sem ég kom með fyrir munaðarleysingjahælið dúkkuðu síðan upp í eldhúsi gistiheimilisins," segir hún. "Börnin ræktuðu kál og hænur en fengu sjálf bara hrísgrjón og maís í öll mál og sáu lítið af þeim peningum sem fengust fyrir uppskeruna," bætir Bryndís við en auk þess var haft á orði hvað yrði um börnin þegar forstöðukonan færi yfir móðuna miklu. "Þetta kom okkur mjög spánskt fyrir sjónir því við héldum að hún væri í mesta lagi fertug," segir Bryndís. "Við komumst síðan að því að hún væri 75 ára en hafði farið í rosalega margar lýtaaðgerðir," útskýrir Bryndís og getur varla annað en hlegið að þessari grátbroslegu staðreynd. Bryndís segir aðstæðurnar á hælinu hafa verið skelfilegar, þar hafi ekki verið neitt hreint vatn, rafmagn í fimm tíma og hjúkrunaraðstoð í litlum mæli. "Þótt hælið hafi verið gott að sumu leyti var greinilegt að þarna var ekki allt með felldu, fáir sjálfboðaliðar og sum börnin sem voru þarna voru ennþá misnotuð af fólkinu í grennd," segir Bryndís sem þrátt fyrir allt var ótrúlega þakklát fyrir þessa reynslu í Mið-Ameríku. "Stundum á ég það til að óska þess að ég gæti horfið þangað aftur þó svo að vonbrigði og veikindi hafi hrjáð mann," segir hún. "Gvatemala er ævintýralegt land, litríkt og fallegt," bætir hún við. "Jafnvel þótt við værum óheppin þarna úti þá var þetta tímabil það besta og það versta í senn," segir hún. "Maður hefur aldrei verið jafn lifandi," segir Bryndís sem sér ekki eftir neinu. "Ef ég væri ekki stórskuldug, þá væri ég á leiðinni í frekara sjálfboðastarf." Menning Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Bryndís Björgvinsdóttir og Orri Jökulsson lögðu upp í mikla ævintýraferð í sumar þegar þau héldu til austurstrandar Gvatemala og unnu á vafasömu munaðaraleysingjahæli. Þau Bryndís og Orri ætluðu að láta gott af sér leiða og vinna í sjálfboðavinnu á munaðarleysingjahælinu Casa Guatemala. "Við vorum í Kanada fyrir ári og vissum ekkert hvað við ætluðum að hafa fyrir stafni um sumarið," útskýrir Bryndís. "Við fórum á netið og rákumst á heimasíðu þar sem leitað var eftir fólki til að vinna á þessu munaðarleysingjahæli," heldur hún áfram. Þar með hófst langt og strangt ferðalag með rútum og bátum í steikjandi hita. "Við höfðum keypt helling af hlutum sem beðið hafði verið um á heimasíðunni, þar á meðal áhöld til matargerðar og settum í stóra ferðatösku sem við þvældumst síðan með," útskýrir Bryndís. Þegar á Casa Guatemala var komið blasti við þeim heldur ótrúleg sjón. Við hlið munaðarleysingjahælisins var rekið gistiheimili og bar en í stað þess að þau Bryndís og Orri fengu að hjúkra munaðarleysingjunum og sinna börnunum voru þau látin starfa á barnum í þrjár vikur áður en þau komust í að starfa með munaðarleysingjunum. "Ég varð mjög veik, fékk e-coli sýkingu og þaðan af verra," segir hún. "Ég ældi því bara blóði á morgnana og fór síðan að vinna á barnum og á gistiheimilinu," segir Bryndís sem varð vitni að hreint ótrúlegum hlutum þarna í Mið-Ameríku. "Þarna var hjúkrunafræðingur frá San Fransisco sem hafði mastersgráðu í hjúkrunarfræði en var bara látin vaska upp og þjóna til borðs," segir Bryndís. "Allir þeir hlutir sem ég kom með fyrir munaðarleysingjahælið dúkkuðu síðan upp í eldhúsi gistiheimilisins," segir hún. "Börnin ræktuðu kál og hænur en fengu sjálf bara hrísgrjón og maís í öll mál og sáu lítið af þeim peningum sem fengust fyrir uppskeruna," bætir Bryndís við en auk þess var haft á orði hvað yrði um börnin þegar forstöðukonan færi yfir móðuna miklu. "Þetta kom okkur mjög spánskt fyrir sjónir því við héldum að hún væri í mesta lagi fertug," segir Bryndís. "Við komumst síðan að því að hún væri 75 ára en hafði farið í rosalega margar lýtaaðgerðir," útskýrir Bryndís og getur varla annað en hlegið að þessari grátbroslegu staðreynd. Bryndís segir aðstæðurnar á hælinu hafa verið skelfilegar, þar hafi ekki verið neitt hreint vatn, rafmagn í fimm tíma og hjúkrunaraðstoð í litlum mæli. "Þótt hælið hafi verið gott að sumu leyti var greinilegt að þarna var ekki allt með felldu, fáir sjálfboðaliðar og sum börnin sem voru þarna voru ennþá misnotuð af fólkinu í grennd," segir Bryndís sem þrátt fyrir allt var ótrúlega þakklát fyrir þessa reynslu í Mið-Ameríku. "Stundum á ég það til að óska þess að ég gæti horfið þangað aftur þó svo að vonbrigði og veikindi hafi hrjáð mann," segir hún. "Gvatemala er ævintýralegt land, litríkt og fallegt," bætir hún við. "Jafnvel þótt við værum óheppin þarna úti þá var þetta tímabil það besta og það versta í senn," segir hún. "Maður hefur aldrei verið jafn lifandi," segir Bryndís sem sér ekki eftir neinu. "Ef ég væri ekki stórskuldug, þá væri ég á leiðinni í frekara sjálfboðastarf."
Menning Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira