Aldrei verið jafn lifandi 21. september 2006 08:00 Volgt vatn til drykkjar Vatnið sem munaðarleysingjunum bauðst var bæði volgt og mengað. Bryndís Björgvinsdóttir og Orri Jökulsson lögðu upp í mikla ævintýraferð í sumar þegar þau héldu til austurstrandar Gvatemala og unnu á vafasömu munaðaraleysingjahæli. Þau Bryndís og Orri ætluðu að láta gott af sér leiða og vinna í sjálfboðavinnu á munaðarleysingjahælinu Casa Guatemala. "Við vorum í Kanada fyrir ári og vissum ekkert hvað við ætluðum að hafa fyrir stafni um sumarið," útskýrir Bryndís. "Við fórum á netið og rákumst á heimasíðu þar sem leitað var eftir fólki til að vinna á þessu munaðarleysingjahæli," heldur hún áfram. Þar með hófst langt og strangt ferðalag með rútum og bátum í steikjandi hita. "Við höfðum keypt helling af hlutum sem beðið hafði verið um á heimasíðunni, þar á meðal áhöld til matargerðar og settum í stóra ferðatösku sem við þvældumst síðan með," útskýrir Bryndís. Þegar á Casa Guatemala var komið blasti við þeim heldur ótrúleg sjón. Við hlið munaðarleysingjahælisins var rekið gistiheimili og bar en í stað þess að þau Bryndís og Orri fengu að hjúkra munaðarleysingjunum og sinna börnunum voru þau látin starfa á barnum í þrjár vikur áður en þau komust í að starfa með munaðarleysingjunum. "Ég varð mjög veik, fékk e-coli sýkingu og þaðan af verra," segir hún. "Ég ældi því bara blóði á morgnana og fór síðan að vinna á barnum og á gistiheimilinu," segir Bryndís sem varð vitni að hreint ótrúlegum hlutum þarna í Mið-Ameríku. "Þarna var hjúkrunafræðingur frá San Fransisco sem hafði mastersgráðu í hjúkrunarfræði en var bara látin vaska upp og þjóna til borðs," segir Bryndís. "Allir þeir hlutir sem ég kom með fyrir munaðarleysingjahælið dúkkuðu síðan upp í eldhúsi gistiheimilisins," segir hún. "Börnin ræktuðu kál og hænur en fengu sjálf bara hrísgrjón og maís í öll mál og sáu lítið af þeim peningum sem fengust fyrir uppskeruna," bætir Bryndís við en auk þess var haft á orði hvað yrði um börnin þegar forstöðukonan færi yfir móðuna miklu. "Þetta kom okkur mjög spánskt fyrir sjónir því við héldum að hún væri í mesta lagi fertug," segir Bryndís. "Við komumst síðan að því að hún væri 75 ára en hafði farið í rosalega margar lýtaaðgerðir," útskýrir Bryndís og getur varla annað en hlegið að þessari grátbroslegu staðreynd. Bryndís segir aðstæðurnar á hælinu hafa verið skelfilegar, þar hafi ekki verið neitt hreint vatn, rafmagn í fimm tíma og hjúkrunaraðstoð í litlum mæli. "Þótt hælið hafi verið gott að sumu leyti var greinilegt að þarna var ekki allt með felldu, fáir sjálfboðaliðar og sum börnin sem voru þarna voru ennþá misnotuð af fólkinu í grennd," segir Bryndís sem þrátt fyrir allt var ótrúlega þakklát fyrir þessa reynslu í Mið-Ameríku. "Stundum á ég það til að óska þess að ég gæti horfið þangað aftur þó svo að vonbrigði og veikindi hafi hrjáð mann," segir hún. "Gvatemala er ævintýralegt land, litríkt og fallegt," bætir hún við. "Jafnvel þótt við værum óheppin þarna úti þá var þetta tímabil það besta og það versta í senn," segir hún. "Maður hefur aldrei verið jafn lifandi," segir Bryndís sem sér ekki eftir neinu. "Ef ég væri ekki stórskuldug, þá væri ég á leiðinni í frekara sjálfboðastarf." Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Sjá meira
Bryndís Björgvinsdóttir og Orri Jökulsson lögðu upp í mikla ævintýraferð í sumar þegar þau héldu til austurstrandar Gvatemala og unnu á vafasömu munaðaraleysingjahæli. Þau Bryndís og Orri ætluðu að láta gott af sér leiða og vinna í sjálfboðavinnu á munaðarleysingjahælinu Casa Guatemala. "Við vorum í Kanada fyrir ári og vissum ekkert hvað við ætluðum að hafa fyrir stafni um sumarið," útskýrir Bryndís. "Við fórum á netið og rákumst á heimasíðu þar sem leitað var eftir fólki til að vinna á þessu munaðarleysingjahæli," heldur hún áfram. Þar með hófst langt og strangt ferðalag með rútum og bátum í steikjandi hita. "Við höfðum keypt helling af hlutum sem beðið hafði verið um á heimasíðunni, þar á meðal áhöld til matargerðar og settum í stóra ferðatösku sem við þvældumst síðan með," útskýrir Bryndís. Þegar á Casa Guatemala var komið blasti við þeim heldur ótrúleg sjón. Við hlið munaðarleysingjahælisins var rekið gistiheimili og bar en í stað þess að þau Bryndís og Orri fengu að hjúkra munaðarleysingjunum og sinna börnunum voru þau látin starfa á barnum í þrjár vikur áður en þau komust í að starfa með munaðarleysingjunum. "Ég varð mjög veik, fékk e-coli sýkingu og þaðan af verra," segir hún. "Ég ældi því bara blóði á morgnana og fór síðan að vinna á barnum og á gistiheimilinu," segir Bryndís sem varð vitni að hreint ótrúlegum hlutum þarna í Mið-Ameríku. "Þarna var hjúkrunafræðingur frá San Fransisco sem hafði mastersgráðu í hjúkrunarfræði en var bara látin vaska upp og þjóna til borðs," segir Bryndís. "Allir þeir hlutir sem ég kom með fyrir munaðarleysingjahælið dúkkuðu síðan upp í eldhúsi gistiheimilisins," segir hún. "Börnin ræktuðu kál og hænur en fengu sjálf bara hrísgrjón og maís í öll mál og sáu lítið af þeim peningum sem fengust fyrir uppskeruna," bætir Bryndís við en auk þess var haft á orði hvað yrði um börnin þegar forstöðukonan færi yfir móðuna miklu. "Þetta kom okkur mjög spánskt fyrir sjónir því við héldum að hún væri í mesta lagi fertug," segir Bryndís. "Við komumst síðan að því að hún væri 75 ára en hafði farið í rosalega margar lýtaaðgerðir," útskýrir Bryndís og getur varla annað en hlegið að þessari grátbroslegu staðreynd. Bryndís segir aðstæðurnar á hælinu hafa verið skelfilegar, þar hafi ekki verið neitt hreint vatn, rafmagn í fimm tíma og hjúkrunaraðstoð í litlum mæli. "Þótt hælið hafi verið gott að sumu leyti var greinilegt að þarna var ekki allt með felldu, fáir sjálfboðaliðar og sum börnin sem voru þarna voru ennþá misnotuð af fólkinu í grennd," segir Bryndís sem þrátt fyrir allt var ótrúlega þakklát fyrir þessa reynslu í Mið-Ameríku. "Stundum á ég það til að óska þess að ég gæti horfið þangað aftur þó svo að vonbrigði og veikindi hafi hrjáð mann," segir hún. "Gvatemala er ævintýralegt land, litríkt og fallegt," bætir hún við. "Jafnvel þótt við værum óheppin þarna úti þá var þetta tímabil það besta og það versta í senn," segir hún. "Maður hefur aldrei verið jafn lifandi," segir Bryndís sem sér ekki eftir neinu. "Ef ég væri ekki stórskuldug, þá væri ég á leiðinni í frekara sjálfboðastarf."
Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Sjá meira