Innlent

Snjóflóð féll á björgunarmenn

Einn maður slasaðist nokkuð þegar hann klemmdist á milli bíla á Súðarvíkurvegi rétt eftir klukkan þrjú í dag. Maðurinn var við björgunarstörf á vegum Landsbjargar þegar slysið varð. Bílar höfðu lokast inni á milli tveggja snjóflóða sem fallið höfðu á Súðavíkurveg og var maðurinn ásamt öðrum björgunarsveitarmönnum að bjarga fólki úr einum bílnum þegar snjóflóð féll á björgunarsveitarmenninna með fyrrgreindum afleiðingum. Aðra sakaði ekki. Hinn slasaði var fluttur á fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði en verður fluttur þaðan til Reykjavíkur um leið og færi gefst en mikil ófærð er nú á Vestfjörðum og komast hvorki bílar né flugvélar lönd né strönd. Að sögn vaktahafandi læknis á sjúkrahúsinu er maðurinn með beinbrot og fleiri áverka og er líðan hans eftir atvikum góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×