Lífið

Fiskur og franskar í Tryggvagötu

David Rosengarten, matgæðingur frá Bandaríkjunum, Erna Kaaber og foreldrar hennar, Svanhildur Guðmundsdóttir og Sverrir Kaaber, voru öll í skýjunum með viðbrögð gesta við veitingastaðnum.
David Rosengarten, matgæðingur frá Bandaríkjunum, Erna Kaaber og foreldrar hennar, Svanhildur Guðmundsdóttir og Sverrir Kaaber, voru öll í skýjunum með viðbrögð gesta við veitingastaðnum.

Fyrrverandi fjölmiðlakonan Erna Kaaber opnaði nýja veitingastaðinn sinn, Icelandic Fish'n Chips, með formlegum hætti fyrir helgina.

Gestirnir fengu að gæða sér á ýsu, gellum og rauðsprettu, djúpsteiktum í speltdeigi með ýmsum tegundum af „skyronese" sósum, auk tveggja tegunda af frönskum kartöflum. Ekki var laust við forvitni hjá gestum sem virtust mjög hrifnir af þessari nýjung í veitingahúsarekstri hér á landi og skoluðu matnum niður með sérpöntuðu hvítvíni.

Spennandi verður að sjá hvernig landinn mun taka í þessa nýbreytni hjá Ernu en þess má geta að allt hráefnið er lífrænt ræktað.

Hans Kristján Árnason og Sigríður Þorvarðardóttir voru ánægð í boðinu og skáluðu í sérinnfluttu hvítvíni staðarins.


.
Vinkonurnar Sigríður, Halldóra, Björg og Sóley voru í hrókasamræðum þegar ljósmyndari greip þær í myndatöku. Fréttablaðið/páll bergmann


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.