Erlent

Amish skólinn jafnaður við jörðu

Vinnuvélar jöfnuðu Amish skólann í Nickle Mines við jörðu fyrir dögun í dag.
Vinnuvélar jöfnuðu Amish skólann í Nickle Mines við jörðu fyrir dögun í dag.

Amish skólinn þar sem fimm stúlkur voru skotnar til bana af óðum byssumanni 2. október var jafnaður við jörðu í morgun.

Amish fólkið sem rak skólann í Nickle Mines í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum ákvað að láta rífa bygginguna, en skólahald hefur verið fært á nærliggjandi bóndabæ.

Amish samfélagið er afar friðsamt og kærir sig ekki um nútíma tækni og það var víst einmitt þess vegna sem maðurinn valdi þeirra skóla, því þar er öryggisgæsla lítil sem engin.

Enn liggja fimm stúlkur á sjúkrahúsi eftir skotárásina annan október, en þá réðst maður inn í skólann, tók stúlkurnar tíu í gíslingu, skaut þær síðan og sjálfan sig að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×