Bráðavakt varnarlausra villidýra 19. október 2006 06:15 Grænlandsfálki með bólginn fót Þegar þessir fallegu fuglar villast af leið er það þrautalending þeirra að lenda á skipum. Það eru því helst sjómenn sem þeim koma til bjargar. Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sextán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Ekki komast dýr sem fá aðhlynningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum öll til heilsu aftur; mörg deyja á leiðinni eða stuttu eftir komu. Mörg lifa þó af og geta horfið aftur til heimkynna sinna í náttúrunni. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir það gefa starfinu gildi. "Við hófum þetta verkefni í upphafi í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til að láta gott af okkur leiða en í öðru lagi til að fræða almenning um villt dýr," segir Tómas sem segir að í byrjun hafi verið mikið um að fólk kæmi með dýr sem ættu ekki heima í garðinum svo sem þrasta- eða gæsaunga sem það taldi hafa villst frá foreldrum sínum. "Við vildum að fólk skildi að einmana ungi er ekki vísbending um að eitthvað sé að heldur á fólk að láta þá í friði og gefa foreldrunum tækifæri til að koma til þeirra. Einnig hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að fólk hafði ungað út eggjum villtra fugla heima hjá sér og ætlað þeim svo að flytja hingað. Það var heldur ekki hægt," segir Tómas. Dýrin eru að öllu jöfnu ekki til sýnis enda flest það veik til að byrja með að hlúa verður að þeim inni í ró og næði. Þegar styrkur þeirra vex hafa sum þeirra möguleika á að stæla vöðvana að nýju utandyra og gefst gestum þá stundum einstakt tækifæri til að fræðast um lifnaðarhætti þeirra áður en þeim er sleppt á ný út í náttúruna. Einna mesta athygli vekja fáséðar tegundir dýra eins og fálkar, ernir og uglur. Tómas segir algengast að fuglarnir þurfi aðhlynningu eftir að hafa lent í grút, oft eftir að hafa verið í hvals- eða selshræi eða eftir að hafa lent í viðureign við fýl. Vængbrot séu einnig algeng en við þau sé erfitt að eiga þó fuglar geti jafnað sig furðu fljótt eftir að hafa fengið hlýju, þvott, vítamín, fóðrun, dýralæknisskoðun, lyf, umbúðir og tíma til að safna kröftum. Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sextán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Ekki komast dýr sem fá aðhlynningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum öll til heilsu aftur; mörg deyja á leiðinni eða stuttu eftir komu. Mörg lifa þó af og geta horfið aftur til heimkynna sinna í náttúrunni. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir það gefa starfinu gildi. "Við hófum þetta verkefni í upphafi í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til að láta gott af okkur leiða en í öðru lagi til að fræða almenning um villt dýr," segir Tómas sem segir að í byrjun hafi verið mikið um að fólk kæmi með dýr sem ættu ekki heima í garðinum svo sem þrasta- eða gæsaunga sem það taldi hafa villst frá foreldrum sínum. "Við vildum að fólk skildi að einmana ungi er ekki vísbending um að eitthvað sé að heldur á fólk að láta þá í friði og gefa foreldrunum tækifæri til að koma til þeirra. Einnig hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að fólk hafði ungað út eggjum villtra fugla heima hjá sér og ætlað þeim svo að flytja hingað. Það var heldur ekki hægt," segir Tómas. Dýrin eru að öllu jöfnu ekki til sýnis enda flest það veik til að byrja með að hlúa verður að þeim inni í ró og næði. Þegar styrkur þeirra vex hafa sum þeirra möguleika á að stæla vöðvana að nýju utandyra og gefst gestum þá stundum einstakt tækifæri til að fræðast um lifnaðarhætti þeirra áður en þeim er sleppt á ný út í náttúruna. Einna mesta athygli vekja fáséðar tegundir dýra eins og fálkar, ernir og uglur. Tómas segir algengast að fuglarnir þurfi aðhlynningu eftir að hafa lent í grút, oft eftir að hafa verið í hvals- eða selshræi eða eftir að hafa lent í viðureign við fýl. Vængbrot séu einnig algeng en við þau sé erfitt að eiga þó fuglar geti jafnað sig furðu fljótt eftir að hafa fengið hlýju, þvott, vítamín, fóðrun, dýralæknisskoðun, lyf, umbúðir og tíma til að safna kröftum.
Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent