Lífið

Björk á barnaplötu

Björk. Ellefu ósungin lög eftir hana.
Björk. Ellefu ósungin lög eftir hana.

Þann 23. janúar á næsta ári kemur út platan Rockabye Baby! Lullaby Renditions of Björk, á vegum plötufyrirtækisins babyrock­records.com.

Á plötunni er að finna ósungnar útgáfur af ellefu lögum Bjarkar Guðmundsdóttur, þar á meðal Human Behaviour, Possibly Maybe, All Is Full Of Love og Hidden Place.

Á síðunni kemur fram að platan sé mjög hentug fyrir börn og veiti þeim innsýn inn í fallegan draumaheim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.