Erlent

Evrópuþjóðir og Bandaríkjamenn fordæma ákvörðun Írana

Natanz-kjarnorkuverið í Íran
Natanz-kjarnorkuverið í Íran MYND/AP

Ríkisstjórnir Evrópusambandsríkjanna og Bandaríkjanna hafa margar hverjar fordæmt ákvörðun Íransstjórnar um að halda áfram með kjarnorkurannsóknir sínar. Vöruðu þær Írana við að Sameinuðu þjóðirnar gætu refsað stjórnvöldum með einhverjum hætti. Hafa menn miklar áhyggjur af því að Íranar ætli að smíða kjarnavopn undir því yfirskini að að þeir séu að vinna að því að nýta kjarnorku til raforkuframleiðslu. Evrópusambandið hefur árangurslaust leitað eftir fundi með fulltrúum Íransstjórnar síðan í ágúst á síðasta ári, þegar fundarhöld um bann við auðgun úrans sigldu í strand. Ráðamenn í Bandaríkjunum og í Bretlandi sögðust hins vegar ekki hafa nein áform uppi um að ráðast með vopnavaldi gegn Írönum vegna deilunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×