Lífið

Oprah Winfrey í Hvíta húsið

Warren Beatty
Var kominn ansi nálægt því að bjóða sig fram til starfsins í Hvíta húsinu en hætti við á síðustu stundu.
Warren Beatty Var kominn ansi nálægt því að bjóða sig fram til starfsins í Hvíta húsinu en hætti við á síðustu stundu.

Oprah Winfrey sem forseti? Kannski fjarlægur möguleiki en þó ekki. Reynsla af afþreyingariðnaðinum er ekki talin vera löstur á þeim sem vilja bjóða sig fram til forsetaembættis í Bandaríkjunum. Ronald Reagan var jú sem kunnugt er leikari í Hollywood áður en hann sneri sér að stjórnmálunum og Arnold Schwarzenegger var vanari því að sprengja upp vélmenni úr framtíðinni en að stjórna Kaliforníu.

Nú er á kreiki orðrómur umað sjónvarpskonan Oprah Winfrey ætli að blanda sér í slaginn þar vestra þegar þjóðin kýs sér næsta forseta. George W. Bush er á sínu síðasta kjörtímabili og ef marka má skoðanakannanir má telja líklegt að demókrati verði í Hvíta húsinu næst. Þeldökkir kjósendur eru ennfremur orðnir langþreyttir á því að sjá hvíta miðaldra karlmenn stjórna landinu og vilja fá svartan forseta næst sem standi vörð um réttindi þeirra.

Fjaðrafokið hófst þegar viðskiptamaðurinn Patrick Crowe tilkynnti um bók sína, Oprah for President: Run Oprah Run. Sjónvarpskonan og talsmenn hennar hafa vísað þessu öllu á bug og krafist þess að hætt verði við bókina og vefsíðu tengda henni með þeim formerkjum að þessi málatilbúnaður gæti verið meiðandi fyrir orðspor Opruh og frama hennar. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum velta hins vegar vöngum yfir þessum viðbrögðum sjónvarpskonunnar og telja þau vera hálf fáranleg. "Ef Oprah myndi lýsa því yfir að ég ætti að bjóða mig fram til forseta Bandaríkjanna ætti ég þá að hóta henni lögsókn?" spyr höfundur bókarinnar í viðtali við New York Post.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.