Innlent

700 krakkar á frostdansleik

Um 700 grunnskólanemar voru saman komnir í þróttahúsi Víðastaðaskóla í kvöld en þar fór fram dansleikur sem rak endapunktinn á grunnskólahátíðinni hátíð sem nemendur úr efri bekkjum grunnskóla í Hafnarfirði og Álftanesi stóðu fyrir í dag. Þema dansleikjarins var frost og gaf það útliti og umgjörð hennar skemmtilegan blæ sem passaði það vel við napra norðanáttina utandyra. Fram komu hljómsveitirnar Sign, Fóbía, Jakbínarína og Í svörtum fötum auk Berglindar Bjarkar Þorsteinsdóttur úr Hvaleyrarskóla. Dansleikurinn fór vel fram og ekki var annað að sjá en að krakkarnir hafi skemmt sér vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×