Innlent

25 árekstrar í Reykjavík í dag

MYND/Vísir

Tuttugu og fimm árekstrar hafa orðið í Reykjavík í dag. Allir hafa þeir verið minniháttar og engin alvarleg slys orðið á fólki. Átta þessara árekstra áttu sér stað í Ártúnsbrekkunni upp úr hádegi sem rekja má til skyndilegrar hálkumyndunar. Salti var í kjölfarið dreift þar á götuna. Þónokkrir minniháttar árekstrar hafa einnig orðið á Akureyri í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×