Uppruni ímyndar Íslands 28. júní 2006 13:30 Er gests augað glöggt? Teikning af Brúará, eftir George Steuart Mackenzies, sem birtist í bókinni Travels in the Island of Iceland árið 1811. Íslendingar hafa löngum verið viðkvæmir fyrir sjálfum sér og líkar ekki alltaf það sem misglöggir erlendir gestir láta út úr sér og frá sér um menningu og staðhætti hérlendis. Sagnfræðingurinn Sumarliði Ísleifsson þekkir þessa viðkvæmni býsna vel, enda hefur hann um árabil rannsakað skrif erlendra manna um Ísland og í fyrirlestri sínum í bókasal Þjóðmenningarhússins í dag mun hann fjalla um þær ímyndir og hugmyndir. Fyrirlesturinn markar opnun sýningar í Þjóðmenningarhúsinu sem nefnist "Í spegli Íslands," en þar er fjallað um slík skrif og saga þeirra rakin allt til 16. aldar. Sumarliði kallar erindið "Carta Marina og ímyndir Íslands," og mun hann fjalla um kort eitt sem Svíinn Olaus Magnus teiknaði á fyrri hluta 16. aldar en þar dregur hann ekki aðeins upp myndir af löndunum heldur greinir einnig frá ýmsu sem hann telur sig vita um þau. "Ég velti því fyrir mér hversu góð heimild kortið er um Ísland, um staðhætti hér, örnefni og náttúrufyrirbæri og annað slíkt. Einnig er forvitnilegt að kanna þær hugmyndir sem koma fram á kortinu um land og þjóð - uppruna þeirra hugmynda, hversu lengi þær hafa enst og hvort þær séu ljóslifandi enn þann dag í dag," segir Sumarliði. Sumarliði útskýrir að teiknarinn hafi aldrei stigið fæti hér á land, en ásamt því að gera kortið skrifaði hann líka þúsund síðna bók sem fjallar um sögu Norðurlandanna og þar á meðal Íslands. "Sennilega er hvatinn að baki þessu framtaki hans að Magnus var síðasti sænski katólski biskupinn og var landflótta í Róm á þessum tíma og þar suður frá voru menn að spyrjast fyrir um Norðurlöndin." Hann verður var við ranghugmyndir um Norðurlöndin og tekur á vissan hátt að sér að leiðrétta misskilning um sína heimahaga og þar með um Ísland. "Hann aflar sér upplýsinga hér og þar og hefur greinilega haft aðgang að öðrum ritum um Ísland en hann hefur tæplega, þótt það sé ekki vitað, haft neinn íslenskan heimildamann." Sumarliði segir að kortið sé merkilegt fyrir margra hluta sakir, til dæmis sé það mjög fallegt. "Út frá mínum rannsóknum er það líka forvitnilegt vegna þeirra ímynda sem þar birtast. Það sýnir tvenns konar öfgar - annars vegar furðueyjuna Ísland, þar sem paradísareyjan birtist, og hins vegar hin slæma eyja. Frá sjónarhóli nútímamanna er sérkennilegt að birta þær á sama kortinu." Sumarliði telur að kortið hafi haft mikil áhrif á hugmyndir útlendinga um Ísland og þar af leiðandi áhrif á sjálfsskilning Íslendinga en áréttar jafnframt að slíkur skilningur verði til í víxlverkun og eigi sér flóknar en forvitnilegar hugmyndasögulegar rætur. Erindið flytur Sumarliði í hádeginu í dag en sýningin sjálf stendur til 13. ágúst. Menning Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Íslendingar hafa löngum verið viðkvæmir fyrir sjálfum sér og líkar ekki alltaf það sem misglöggir erlendir gestir láta út úr sér og frá sér um menningu og staðhætti hérlendis. Sagnfræðingurinn Sumarliði Ísleifsson þekkir þessa viðkvæmni býsna vel, enda hefur hann um árabil rannsakað skrif erlendra manna um Ísland og í fyrirlestri sínum í bókasal Þjóðmenningarhússins í dag mun hann fjalla um þær ímyndir og hugmyndir. Fyrirlesturinn markar opnun sýningar í Þjóðmenningarhúsinu sem nefnist "Í spegli Íslands," en þar er fjallað um slík skrif og saga þeirra rakin allt til 16. aldar. Sumarliði kallar erindið "Carta Marina og ímyndir Íslands," og mun hann fjalla um kort eitt sem Svíinn Olaus Magnus teiknaði á fyrri hluta 16. aldar en þar dregur hann ekki aðeins upp myndir af löndunum heldur greinir einnig frá ýmsu sem hann telur sig vita um þau. "Ég velti því fyrir mér hversu góð heimild kortið er um Ísland, um staðhætti hér, örnefni og náttúrufyrirbæri og annað slíkt. Einnig er forvitnilegt að kanna þær hugmyndir sem koma fram á kortinu um land og þjóð - uppruna þeirra hugmynda, hversu lengi þær hafa enst og hvort þær séu ljóslifandi enn þann dag í dag," segir Sumarliði. Sumarliði útskýrir að teiknarinn hafi aldrei stigið fæti hér á land, en ásamt því að gera kortið skrifaði hann líka þúsund síðna bók sem fjallar um sögu Norðurlandanna og þar á meðal Íslands. "Sennilega er hvatinn að baki þessu framtaki hans að Magnus var síðasti sænski katólski biskupinn og var landflótta í Róm á þessum tíma og þar suður frá voru menn að spyrjast fyrir um Norðurlöndin." Hann verður var við ranghugmyndir um Norðurlöndin og tekur á vissan hátt að sér að leiðrétta misskilning um sína heimahaga og þar með um Ísland. "Hann aflar sér upplýsinga hér og þar og hefur greinilega haft aðgang að öðrum ritum um Ísland en hann hefur tæplega, þótt það sé ekki vitað, haft neinn íslenskan heimildamann." Sumarliði segir að kortið sé merkilegt fyrir margra hluta sakir, til dæmis sé það mjög fallegt. "Út frá mínum rannsóknum er það líka forvitnilegt vegna þeirra ímynda sem þar birtast. Það sýnir tvenns konar öfgar - annars vegar furðueyjuna Ísland, þar sem paradísareyjan birtist, og hins vegar hin slæma eyja. Frá sjónarhóli nútímamanna er sérkennilegt að birta þær á sama kortinu." Sumarliði telur að kortið hafi haft mikil áhrif á hugmyndir útlendinga um Ísland og þar af leiðandi áhrif á sjálfsskilning Íslendinga en áréttar jafnframt að slíkur skilningur verði til í víxlverkun og eigi sér flóknar en forvitnilegar hugmyndasögulegar rætur. Erindið flytur Sumarliði í hádeginu í dag en sýningin sjálf stendur til 13. ágúst.
Menning Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira