Lífið

Lánað tónlist í fjörtíu ár

bókasafn hafnarfjarðar Innan Bókasafns Hafnarfjarðar er að finna stærstu tónlistardeild landsins á almennu bókasafni.
bókasafn hafnarfjarðar Innan Bókasafns Hafnarfjarðar er að finna stærstu tónlistardeild landsins á almennu bókasafni.

Í árslok verða fjörutíu ár ár liðin frá því að tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar hóf að lána út plötur.

Deildin, sem sú stærsta sinnar tegundar, var lengi vel sú eina sem gerði slíkt á íslensku almenningsbókasafni.

Á deildinni er að finna um það bil 35.000 safngögn; vínylplötur, geisladiska, myndbönd, DVD-mynddiska, bækur og nótur. Nánast allt er þetta til útláns. Aðeins Ríkisútvarpið á stærra vínylplötusafn en það er aftur á móti ekki til útláns hjá þeim.

Þetta er allt saman að þakka Friðriki Bjarnasyni tónskáldi og fyrrverandi organista í Hafnarfirði og eiginkonu hans Guðlaugu Pétursdóttur. Þau arfleittu Hafnarfjarðarbæ að stórum hluta eigna sinna með því skilyrði að það yrði stofnað þetta safn, segir Valdimar Pálsson, forstöðumaður tónlistardeildarinnar. Þau eiga heiðurinn að þjóðsöng okkar Hafnfirðinga, Þú hýri Hafnarfjörður. Friðrik samdi líka lög á borð við Í Hlíðarendakoti og Hafið bláa hafið. Það eru ekki allir sem vita hver maðurinn var en þau hjónin gerðu bænum og okkur mikið gagn með þessari gjöf sinni, segir Valdimar, sem hefur starfað á bókasafninu í sex ár.

Á heimasíðu Bókasafns Hafnarfjardar, www.hafnarfjordur.is/bokasafn/, er uppfært mánaðarlega allt það nýja efni sem kemur inn. Ætti hinn almenni tónlistaráhugamaður að finna eitthvað við sitt hæfi því úrvalið er mikið. Lögð er mikil áhersla á jaðartónlist hverskonar auk sígildrar tónlistar og alltaf er að bætast við úrvalið í heimstónlist, djassi, klassík og indírokki, svo eitthvað sé nefnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.