Innlent

Nauðgunardómur þyngdur

Hæstiréttur Einn dómaranna skilaði sératkvæði og lagði til að ákærði yrði sýknaður.
Hæstiréttur Einn dómaranna skilaði sératkvæði og lagði til að ákærði yrði sýknaður.

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir nauðgun. Einn dómaranna skilaði sératkvæði.

Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa í samkvæmi á Akranesi haft kynmök við stúlku sem ekki gat spornað við því sökum ölvunar og svefndrunga.

Maðurinn sagði samfarirnar hafa hafist með fullu samþykki stúlkunnar en í þeim miðjum hafi hún frosið og snúist hugur. Hann hafi þá klætt sig og yfirgefið herbergið.

Stúlkan segist hafa lagst til svefns í rúmi í lokuðu herbergi og vaknað við það að maðurinn lá ofan á henni og hafði við hana samfarir. Eitthvað var um ósamræmi í framburði mannsins að því er fram kemur í dómnum.

Maðurinn hafði verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands og til að greiða stúlkunni sjö hundruð þúsund krónur í bætur, en Hæstiréttur þyngdi dóminn um þrjá mánuði.

Einn dómaranna, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði þar sem hann lagði til að ákærði yrði sýknaður af ákærunni. Benti hann aðallega á ósamræmi í framburði tveggja vitna og sagði meint ósamræmi í framburði ákærða ekki svo mikið að það ætti að hafa áhrif til sakfellingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×