Innlent

Myndir Sigur Rósar frá Svasílandi seldar til styrktar alnæmisverkefnum

Fjórmenningarnir í Sigur Rósar
Fjórmenningarnir í Sigur Rósar

Hljómsveitin Sigur Rós hyggst selja myndir sem hún tók í ferð sinni til Svasílands á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna hæstbjóðanda með það fyrir augum að safna fé til styrktar alnæmisverkefnum samtakanna í landinu. Sveitin fór til Svasílands nú í haust og verða myndir félaganna fjögurra sýndar í versluninni Liborius við Mýrargötu 3 frá og með morgundeginum til 7. desember. Tekið verður við tilboðum í myndirnar til 7. desember og rennur allur ágóði óskiptur til UNICEF. Tekið skal fram að hæsta hlutfall HIV-smitaðra í heiminum er í Svasílandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×