Innlent

Gott að búa í Skagafirði

Sauðárkrókur
Sauðárkrókur Mynd/Ásgeir Heiðar

Níu af hverjum tíu íbúum í Skagafirði eru ánægðir með að búa í Skagafirðinum. Þetta kemur fram í könnun sem IMG-Gallup vann fyrir sveitafélagið nýverið og var úrtakið 1200 manns. Íbúar eru almennt mjög ánægðir með þjónustu sveitafélagsins líkt og leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þá eru íbúar einnig ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar og starfs íþróttafélaga. Framboð á leiguhúsnæði, verslun og fjölbreytni í atvinnulífi eru þeir þættir sem íbúar eru hvað óánægðastir með. Fjölbreytni í atvinnulífi skipti íbúa Skagafjarðar mestu máli varðandi val á búsetu og nauðsynlegt er að auka hana að mati þátttakenda í könnuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×