Innlent

Rannsókn á banaslysi á Kárahnjúkum enn í gangi

Frá Kárahnjúkum.
Frá Kárahnjúkum. MYND/GVA

Enn er ekki ljóst hvað olli því að sprengihleðsla í aðgöngum 4 neðan við Desjarárstíflu á Kárahnjúkasvæðinu sprakk með þeim afleiðingum að stórt grjót hrundi ofan á ungan mann og hann lést. Lögregla og vinnueftirlit rannsaka málið og að sögn Óskars Bjartmars, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, er ekki ljóst hvenær rannsókn lýkur. Maðurinn sem lést var starfsmaður Arnarfells. Hann hét Eilífur Hammond, var 26 ára og búsettur í foreldrahúsum í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×