Innlent

Sumir blaðamenn styðja Sigmund

Á vef Eyjafrétta er birt stuðningsyfirlýsing blaðamanna á Suðurlandi við Sigmund Sigurgeirsson. Í yfirlysingunni sem send hefur verið fréttastjóra RÚV er hann beðinn um að endurskoða þá ákvörðun sína að víkja Sigmundi frá fréttskrifum. Blaðamennirnir samþykkja ekki skrif Sigmundar en benda á að bloggsíða hans sé ekki opinbert plagg og aðeins örfáir nánir vinir Sigurgeirs hafi vitað um hana. Blaðamennirnir segja jafnframt ekki vera einsdæmi að stór orð falli opinberlega um stjórnmála og ráðamenn og benda á að margoft hafi birtst fréttir af stjórnmálamönnum sem hafa látið sambærileg ummæli falla um tölvuskjái sína. Einnig kemur fram að þingmaðurinn Björgvin G Sigurðsson sé á sama máli og hafi viðrað þá skoðun sína í Svæðisútvarpi Suðurlands í gærkvöldi. Blaðamennirnir og Björgvin eru sammála um að Sigmundur hafi farið yfir strikið en það sé þó ekki næg ástæða til að víkja honum frá fréttaskrifum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×