Heimir aðstoðarþjálfari FH 22. september 2005 00:01 Heimir Guðjónsson var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu. Eins og kunnugt er hélt Leifur Garðarsson, sem aðstoðaði Ólaf Jóhannesson undanfarin þrjú ár, í Árbæinn og þjálfar hann Fylki á næstu leiktíð. Auk ráðningar Heimis tilkynntu FH-ingar að sex leikmenn sem voru með lausan samning hefðu skrifað undir hjá félaginu. Það eru Tommy Nielsen, Daði Lárusson, Davíð Þór Viðarsson, Baldur Bett, Freyr Bjarnason og Hermann Albertsson. Þá skrifði Ólafur Jóhannesson þjálfari undir nýjan eins árs samning við félagið.Heimir tilkynnti fyrir nýafstaðið leiktímabil að hann hygðist hætta og blaðamanni Fréttablaðsins lék forvitni á að vita hvort þessar hrókeringar hefðu verið löngu áætlaðar. "Nei, alls ekki. Þetta kom upp í gær (miðvikudag) þegar Leifur ákvað að taka við þjálfun Fylkis. Í kjölfarið átti ég fund með FH í gærkvöld (miðvikudagskvöld) og þá gengum við frá samningum," sagði Heimir en félög bæði í fyrstu og annari deild reyndu af fá hann til starfa."Ég hef þá trú að ég geti miðlað af reynslu minni til leikmanna, þá sérstaklega til þeirra ungu. Stefnan hjá okkur FH-ingum á næsta ári er að sjálfsögðu að verja titilinn. Þjálfarinn hefur talað um það að styrkja leikmannahópinn en hvaða leikmenn það verða er erfitt að segja um. Liðið þarf að sjálfsögðu að styrkja miðjuna," sagði nýráðni aðstoðarþjálfarinn og hló en Heimir var fastamaður á miðju FH undanfarin sex leiktímabil. "En svona án alls gríns þarf liðið að styrkja sig inni á miðsvæðinu og svo spurning hvað verður gert í framlínunni. Við misstum auðvitað Allan Borgvardt, sem að mínu mati er einn besti leikmaður sem hefur leikið hér á landi frá upphafi, og menn hljóta að vellta því fyrir sér hvort það eigi ekki að reyna að fá einhvern leikmann í hans stað." Ólafur Jóhannesson, aðalþjálfari FH, var hæstánægður með nýja aðstoðarmanninn sinn. "Heimir er toppmaður og það er mikill fengur í honum. Hann var minn fyrsti og eini kostur eftir að Leifur ákvað að halda annað. Heimir er mikill leiðtogi og hefur allt það sem þarf að prýða góðan þjálfara." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu. Eins og kunnugt er hélt Leifur Garðarsson, sem aðstoðaði Ólaf Jóhannesson undanfarin þrjú ár, í Árbæinn og þjálfar hann Fylki á næstu leiktíð. Auk ráðningar Heimis tilkynntu FH-ingar að sex leikmenn sem voru með lausan samning hefðu skrifað undir hjá félaginu. Það eru Tommy Nielsen, Daði Lárusson, Davíð Þór Viðarsson, Baldur Bett, Freyr Bjarnason og Hermann Albertsson. Þá skrifði Ólafur Jóhannesson þjálfari undir nýjan eins árs samning við félagið.Heimir tilkynnti fyrir nýafstaðið leiktímabil að hann hygðist hætta og blaðamanni Fréttablaðsins lék forvitni á að vita hvort þessar hrókeringar hefðu verið löngu áætlaðar. "Nei, alls ekki. Þetta kom upp í gær (miðvikudag) þegar Leifur ákvað að taka við þjálfun Fylkis. Í kjölfarið átti ég fund með FH í gærkvöld (miðvikudagskvöld) og þá gengum við frá samningum," sagði Heimir en félög bæði í fyrstu og annari deild reyndu af fá hann til starfa."Ég hef þá trú að ég geti miðlað af reynslu minni til leikmanna, þá sérstaklega til þeirra ungu. Stefnan hjá okkur FH-ingum á næsta ári er að sjálfsögðu að verja titilinn. Þjálfarinn hefur talað um það að styrkja leikmannahópinn en hvaða leikmenn það verða er erfitt að segja um. Liðið þarf að sjálfsögðu að styrkja miðjuna," sagði nýráðni aðstoðarþjálfarinn og hló en Heimir var fastamaður á miðju FH undanfarin sex leiktímabil. "En svona án alls gríns þarf liðið að styrkja sig inni á miðsvæðinu og svo spurning hvað verður gert í framlínunni. Við misstum auðvitað Allan Borgvardt, sem að mínu mati er einn besti leikmaður sem hefur leikið hér á landi frá upphafi, og menn hljóta að vellta því fyrir sér hvort það eigi ekki að reyna að fá einhvern leikmann í hans stað." Ólafur Jóhannesson, aðalþjálfari FH, var hæstánægður með nýja aðstoðarmanninn sinn. "Heimir er toppmaður og það er mikill fengur í honum. Hann var minn fyrsti og eini kostur eftir að Leifur ákvað að halda annað. Heimir er mikill leiðtogi og hefur allt það sem þarf að prýða góðan þjálfara."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Sjá meira