Stefnt að því að kalla um 20.000 bandaríska hermenn heim frá Írak 30. nóvember 2005 12:15 Mynd/AP Bandaríkjastjórn stefnir að því að kalla tuttugu þúsund hermenn heim frá Írak eftir þingkosningar í landinu um miðjan desember. Bush forseti segir að vilji Íraka muni ráða því hvort bandarískum hermönnum í landinu verði fækkað eða fjölgað á næstu mánuðum. Nú eru um 160 þúsund bandarískir hermenn í Írak og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarið ár. Talsmenn varnarmálaráðuneytisins segja að nú sé kominn tími til að snúa þeirri þróun við. Strax eftir kosningar í Írak í desember verði tuttugu þúsund hermenn kallaðir heim frá Írak ef ástandið í landinu leyfi það. Áætlun Bandaríkjastjórnar er þó algjörlega háð því að írakskar öryggissveitir verði tilbúnar til að leysa hermennina af hólmi. Bush forseti segir að Bandaríkjamenn muni í einu og öllu fara að vilja írakskra stjórnvalda í málinu, enda hafi þau yfirsýn yfir það hversu vel öryggissveitir landsins séu í stakk búnar til að taka við af bandarískum hermönnum. Ef beðið verði um fleiri hermenn verði orðið við því og eins verði hermenn kallaðir heim ef stjórnvöld í Írak telji sig tilbúin að bera aukna ábyrgð á öryggi landsins. Stuðningur við aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak hefur aldrei verið minni og búist er við að Bush muni á næstunni í hverri ræðunni af annarri reyna að draga upp jákvæðari mynd af ástandinu í Írak, í því augnamiði að vinna hylli fólksins á nýjan leik. Í ræðu forsetans í herskóla í Maryland í dag er einmitt fastlega búist við að hann muni færa rök fyrir því að aðgerðirnar í Írak séu vel á veg komnar og á næstu misserum muni almenningur gera sér grein fyrir því hverju hefur verið áorkað í landinu. Herferð Bush gæti þó reynst erfið fram að þingkosningunum í Írak fimmtánda desember, enda er búist við hrinu árása í landinu í aðdraganda þeirra. Í morgun féllu níu manns í skothríð tíu grímuklæddra uppreisnarmanna á sendibifreið nærri borginni Bakúba. Undanfarnar tvær vikur hafa 200 óbreyttir borgarar fallið í árásum uppreisnarmanna í landinu. Erlent Fréttir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bandaríkjastjórn stefnir að því að kalla tuttugu þúsund hermenn heim frá Írak eftir þingkosningar í landinu um miðjan desember. Bush forseti segir að vilji Íraka muni ráða því hvort bandarískum hermönnum í landinu verði fækkað eða fjölgað á næstu mánuðum. Nú eru um 160 þúsund bandarískir hermenn í Írak og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarið ár. Talsmenn varnarmálaráðuneytisins segja að nú sé kominn tími til að snúa þeirri þróun við. Strax eftir kosningar í Írak í desember verði tuttugu þúsund hermenn kallaðir heim frá Írak ef ástandið í landinu leyfi það. Áætlun Bandaríkjastjórnar er þó algjörlega háð því að írakskar öryggissveitir verði tilbúnar til að leysa hermennina af hólmi. Bush forseti segir að Bandaríkjamenn muni í einu og öllu fara að vilja írakskra stjórnvalda í málinu, enda hafi þau yfirsýn yfir það hversu vel öryggissveitir landsins séu í stakk búnar til að taka við af bandarískum hermönnum. Ef beðið verði um fleiri hermenn verði orðið við því og eins verði hermenn kallaðir heim ef stjórnvöld í Írak telji sig tilbúin að bera aukna ábyrgð á öryggi landsins. Stuðningur við aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak hefur aldrei verið minni og búist er við að Bush muni á næstunni í hverri ræðunni af annarri reyna að draga upp jákvæðari mynd af ástandinu í Írak, í því augnamiði að vinna hylli fólksins á nýjan leik. Í ræðu forsetans í herskóla í Maryland í dag er einmitt fastlega búist við að hann muni færa rök fyrir því að aðgerðirnar í Írak séu vel á veg komnar og á næstu misserum muni almenningur gera sér grein fyrir því hverju hefur verið áorkað í landinu. Herferð Bush gæti þó reynst erfið fram að þingkosningunum í Írak fimmtánda desember, enda er búist við hrinu árása í landinu í aðdraganda þeirra. Í morgun féllu níu manns í skothríð tíu grímuklæddra uppreisnarmanna á sendibifreið nærri borginni Bakúba. Undanfarnar tvær vikur hafa 200 óbreyttir borgarar fallið í árásum uppreisnarmanna í landinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira