Stefnt að því að kalla um 20.000 bandaríska hermenn heim frá Írak 30. nóvember 2005 12:15 Mynd/AP Bandaríkjastjórn stefnir að því að kalla tuttugu þúsund hermenn heim frá Írak eftir þingkosningar í landinu um miðjan desember. Bush forseti segir að vilji Íraka muni ráða því hvort bandarískum hermönnum í landinu verði fækkað eða fjölgað á næstu mánuðum. Nú eru um 160 þúsund bandarískir hermenn í Írak og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarið ár. Talsmenn varnarmálaráðuneytisins segja að nú sé kominn tími til að snúa þeirri þróun við. Strax eftir kosningar í Írak í desember verði tuttugu þúsund hermenn kallaðir heim frá Írak ef ástandið í landinu leyfi það. Áætlun Bandaríkjastjórnar er þó algjörlega háð því að írakskar öryggissveitir verði tilbúnar til að leysa hermennina af hólmi. Bush forseti segir að Bandaríkjamenn muni í einu og öllu fara að vilja írakskra stjórnvalda í málinu, enda hafi þau yfirsýn yfir það hversu vel öryggissveitir landsins séu í stakk búnar til að taka við af bandarískum hermönnum. Ef beðið verði um fleiri hermenn verði orðið við því og eins verði hermenn kallaðir heim ef stjórnvöld í Írak telji sig tilbúin að bera aukna ábyrgð á öryggi landsins. Stuðningur við aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak hefur aldrei verið minni og búist er við að Bush muni á næstunni í hverri ræðunni af annarri reyna að draga upp jákvæðari mynd af ástandinu í Írak, í því augnamiði að vinna hylli fólksins á nýjan leik. Í ræðu forsetans í herskóla í Maryland í dag er einmitt fastlega búist við að hann muni færa rök fyrir því að aðgerðirnar í Írak séu vel á veg komnar og á næstu misserum muni almenningur gera sér grein fyrir því hverju hefur verið áorkað í landinu. Herferð Bush gæti þó reynst erfið fram að þingkosningunum í Írak fimmtánda desember, enda er búist við hrinu árása í landinu í aðdraganda þeirra. Í morgun féllu níu manns í skothríð tíu grímuklæddra uppreisnarmanna á sendibifreið nærri borginni Bakúba. Undanfarnar tvær vikur hafa 200 óbreyttir borgarar fallið í árásum uppreisnarmanna í landinu. Erlent Fréttir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Bandaríkjastjórn stefnir að því að kalla tuttugu þúsund hermenn heim frá Írak eftir þingkosningar í landinu um miðjan desember. Bush forseti segir að vilji Íraka muni ráða því hvort bandarískum hermönnum í landinu verði fækkað eða fjölgað á næstu mánuðum. Nú eru um 160 þúsund bandarískir hermenn í Írak og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarið ár. Talsmenn varnarmálaráðuneytisins segja að nú sé kominn tími til að snúa þeirri þróun við. Strax eftir kosningar í Írak í desember verði tuttugu þúsund hermenn kallaðir heim frá Írak ef ástandið í landinu leyfi það. Áætlun Bandaríkjastjórnar er þó algjörlega háð því að írakskar öryggissveitir verði tilbúnar til að leysa hermennina af hólmi. Bush forseti segir að Bandaríkjamenn muni í einu og öllu fara að vilja írakskra stjórnvalda í málinu, enda hafi þau yfirsýn yfir það hversu vel öryggissveitir landsins séu í stakk búnar til að taka við af bandarískum hermönnum. Ef beðið verði um fleiri hermenn verði orðið við því og eins verði hermenn kallaðir heim ef stjórnvöld í Írak telji sig tilbúin að bera aukna ábyrgð á öryggi landsins. Stuðningur við aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak hefur aldrei verið minni og búist er við að Bush muni á næstunni í hverri ræðunni af annarri reyna að draga upp jákvæðari mynd af ástandinu í Írak, í því augnamiði að vinna hylli fólksins á nýjan leik. Í ræðu forsetans í herskóla í Maryland í dag er einmitt fastlega búist við að hann muni færa rök fyrir því að aðgerðirnar í Írak séu vel á veg komnar og á næstu misserum muni almenningur gera sér grein fyrir því hverju hefur verið áorkað í landinu. Herferð Bush gæti þó reynst erfið fram að þingkosningunum í Írak fimmtánda desember, enda er búist við hrinu árása í landinu í aðdraganda þeirra. Í morgun féllu níu manns í skothríð tíu grímuklæddra uppreisnarmanna á sendibifreið nærri borginni Bakúba. Undanfarnar tvær vikur hafa 200 óbreyttir borgarar fallið í árásum uppreisnarmanna í landinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira